Innlent

Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni

Paul Allen fór á Búlluna í dag og fékk sér tilboð aldarinnar og Coke light.
Paul Allen fór á Búlluna í dag og fékk sér tilboð aldarinnar og Coke light. Mynd/Vísir.is
Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light.

Samkvæmt heimildum Vísis kom Paul Allen sjálfur að borða í dag en starfsmaður á staðnum sem Vísir spjallaði við segir að hann geti ekki fullyrt um að þetta hafi verið hann. „Ég er ekki hundrað prósent viss um að þetta hafi verið hann, ég þori ekki að fullyrða það," segir hann og þegar að blaðamaður lýsir Paul Allen í útliti segir hann: „Já ég er ekki frá því, þetta gæti passað. En ég þarf bara að gúggla manninn og þá fæ ég þetta staðfest."

Hann segir að skipsverjar af skipinu hafi komið á staðinn í dag. Vísir fékk ábendingar um að borð á staðnum væru frátekin fyrir skipsverjana. „Við gerum það nú yfirleitt ekki, þegar það er svona rólegur gangur á þessu þá er allt í lagi að græja þetta til. Forsetinn kom nú einu sinni að borða hjá okkur, það var ekki einu sinni tekið frá borð fyrir hann."

Hann segir að flestir af risasnekkjunni sem koma fái sér tilboð aldarinnar og Coke eða Coke light. „Það fær sér samt enginn bernaise sósu með þessu," segir hann. Aðspurður hvort að það sé ekki gaman að fá svona heimsþekktan og ríkan mann inn á staðinn til sín segir starfsmaðurinn. „Jú þetta er bara drullugaman, skemmtileg tilbreyting. Það koma oft einhverjir svona karlar hingað enda er þetta heimsfrægur staður," segir hann hlæjandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×