Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni 20. apríl 2010 05:00 Þessi mynd af Davíð Garðarssyni var tekin þegar hann var á flótta undan réttvísinni í útlöndum. Hann hefur áður verið bendlaður við stór fíkniefnamál. Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is
Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira