Íslenski boltinn

Alfreð: Gott að hafa svona vinnuhesta fyrir aftan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alreð Finnbogason átti stórleik í kvöld.
Alreð Finnbogason átti stórleik í kvöld.

Alfreð Finnbogason var í miklum ham með Breiðabliksliðinu í kvöld en hann skoraði tvö og lagði önnur tvö upp í 5-0 sigri á Val.

„Maður getur ekki verið annað en sáttur við vinnudaginn. Valsmenn fengu tvö mjög góð færi í fyrri hálfleiknum og voru satt best að segja óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik," sagði Alfreð en Blikar eru nú komnir á toppinn þar sem þeir verða í sólarhring að minnsta kosti.

„Ég klúðraði nokkrum góðum færum en maður er ekkert að svekkja sig á því. Maður hugsar bara um að setja næsta inn."

„Það er allt gott við þennan sigur nánast. Við héldum hreinu, Kale að standa sig vel og varði frábærlega í fyrri hálfleik. Svo eru Finnur og Jökull að vinna þessa skítavinnu sem enginn tekur eftir. Það er mjög þægilegt að geta notið þess að vera frjálsir fram á við með svona vinnuhesta fyrir aftan okkur."

„Það er gott að vera aðeins búinn að snúa blaðinu við. ÍBV hefur yfirleitt verið að spila á undan okkar og pressan verið okkar megin. Nú er þeirra að taka við. Næstu tveir leikir eru FH og ÍBV og við verðum að mæta 110% klárir í þá leiki," sagði Alfreð en Eyjamenn mæta FH á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×