Innlent

Nýr umboðsmaður skuldara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra fer yfir stöðu mála.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra fer yfir stöðu mála.
Félagsmálaráðherra hefur sett Inga Val Jóhannsson, deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu, tímabundið í embætti Umboðsmanns skuldara, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni félagsmálaráðherra.

Eins og kunnugt er sagði Runólfur Ágústsson, nýskipaður Umboðsmaður skuldara, af sér í gær. Ingi Valur er deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu og var áður formaður stjórnar Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra segir að verið sé að fara yfir hvort auglýsa þurfi að nýju embættið eða hvernig eigi að fara með embættið að öðru leyti vegna þeirrar stöðu sem er komin upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×