Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött SB skrifar 2. júlí 2010 21:04 Hér sést villikötturinn í búrinu. Jakob handsamaði hann fyrr í dag. Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef." Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef."
Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16