Enski boltinn

Kristján Gauti með sigurmark Liverpool á móti Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Gauti Emilsson.
Kristján Gauti Emilsson. Mynd/Vilhelm
Kristján Gauti Emilsson skoraði sigurmark 18 ára liðs Liverpool í 1-0 sigri á Manchester United í leik á Carrington, æfingasvæði Manchester United í morgun. Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net.

Kristján Gauti skoraði markið sitt með skalla þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af leiknum en hann er að spila með 18 ára liði Liverpool þótt að hann sé aðeins sextán ára gamall.

Kristján Gauti samdi við Liverpool í vetur en hann er uppalinn hjá Íslandsmeisturum FH í Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×