Íslenski boltinn

Guðmundur Benediktsson: Þetta er að fara inn á sálina hjá mönnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss.
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss.
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga, var allt annað en sáttur með leik sinna manna eftir tapið gegn KR-ingum í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna og Selfyssingar sáu aldrei til sólar.

„Við vorum hreinlega ekki nægilega góðir í kvöld. Við byrjuðum leikinn að krafti og ég var sáttur með fyrstu mínúturnar, en síðan fáum við á okkur fyrsta markið sem fór mjög þungt í menn. KR-ingar voru bara með öll völd á vellinum og mun sterkari aðilinn í leiknum, sagði Guðmundur í kvöld eftir leikinn á Selfossi.

„Það hefur gengið mjög erfilega hjá okkur upp á síðkastið og þetta er að fara inn á sálina hjá mönnum. Í kvöld þá kemur upp svona ákveðið vonleysi þegar við fáum á okkur fyrsta markið og það er eitthvað sem við verðum að vinna í," sagði Guðmundur.

„Menn voru að reyna og lögðu sig fram og ég verð að gefa strákunum hrós fyrir það, en við vorum bara alls ekki nógu góður hér í kvöld og því fór sem fór,"sagði Guðmundur.

Selfyssingar mæta Haukum í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð og telur Guðmundur það vera algjör lykilleikur fyrir sína menn.

„Sá leikur leggst bara vel í okkur. Það eru ennþá tíu dagar í þann leik og við munum undirbúa okkar mjög vel fyrir það verkefni. Við fáum núna góðan tíma til að koma nýju mönnunum betur inn í leikskipulagið okkar,en þeir náðu bara tveimur dögum fyrir þennan leik," sagði Guðmundur Benediktsson , þjálfari Selfyssinga að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×