Enski boltinn

Walcott: Við verðum að gleyma sigrinum á móti Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott.
Theo Walcott. Mynd/Nordic Photos/Getty

Arsenal-menn fá ekki langan tíma til þess að njóta sigursins á Chelsea í fyrrakvöld því liðið mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Theo Walcott spilaði stórt hlutverki í sigrinum á nágrönnunum í Norður-London og segir að leikurinn í kvöld sem alveg eins mikilvægur og stórleikurinn á mánudagskvöldið.

„Svona leikir eru mjög mikilvægir og ekki eins síður stórir fyrir okkur eins og leikurinn á móti Chelsea. Við þurfum að fara til Wigan og sýna úr hverju meistarar eru gerðir. Við verðum að komast á sigurbraut og vinna marga leiki í röð. Ef lið ætlar sér að verða meistari þá þarf það að fara til staða eins og Wigan og vinna," sagði Theo Walcott.

„Það voru allir hátt upp eftir sigurinn á Chelsea en sá leikur er búinn og við megum ekki vera að hugsa um hann. Það væri mjög svekkandi að vinna Chelsea en tapa síðan í næsta leik á móti Wigan," sagði Walcott.

Cesc Fabregas og Theo Walcott.Mynd/Nordic Photos/Getty
Walcott skoraði eitt mark og lagði upp annað í sigrinum á móti Chelsea en þau komu bæði eftir að hann vann boltann í hápressu.

„Það var gaman að sjá liðið spila vel í 90 mínútur á móti Chelsea. Það voru allir ellefu leikmennirnir sem pressuðu á réttum tímapunktum og við létum Chelsea-liðið líta út eins og meðallið á stórum köflum í leiknum," sagði Walcott.

„Við erum frábært lið þegar við erum með boltann en það hefur ekki gengið eins vel án hans. Á móti Chelsea sýndum við hinsvegar að við getum líka verið frábærir án boltans. Við verðum að halda áfram að gera það í öllum leikjum," sagði Walcott sem man vel eftir tapinu fyrir Wigan í fyrra þar sem Arsenal-liðið komst í 2-0 en tapaði 2-3.

„Þetta verður erfiður leikur. Við töpuðum þarna á síðustu leiktíð og þetta er erfitt ferðlag ekki síst þar sem að það eru aðeins 48 tímar á milli leikja," sagði Walcott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×