Enski boltinn

Balotelli: Ég er alltaf ánægður - líka þótt ég brosi ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Smá bros hjá Mario Balotelli.
Smá bros hjá Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty

Mario Balotelli skoraði þrennu fyrir Manchester City í 4-0 stórsigri á Aston Villa í gær en fyrr um daginn voru fjölmiðlar uppteknir af því að strákurinn væri að deyja úr heimþrá.

Balotelli hefur skorað 8 mörk í 11 leikjum fyrir City en hann er ekki mikið að fagna þessum mörkum sínum sem mörgum þykir undarlegt.

„Ég er alltaf áægður og líka þótt ég brosi ekki," sagði Mario Balotelli í viðtali á heimasíðu Manchester City þar sem hann var spurður út í það af hverju hann fagni ekki meira mörkum sínum.

„Framherji á að skora mörk. Það er vinnan mín og þess vegna brosi ég ekki. Ég er samt ánægður og ég get líka skorað fleiri mörk," sagði Balotelli.

Mario Balotelli fagnar með Adam Johnson.Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlos Tevez var hvíldur í leiknum á móti Aston Villa en nú bíða menn spenntir eftir því hvað Roberto Mancini gerir í næsta leik sem verður á móti Blackpool á laugardaginn.

„Ég er mjög ánægður hjá Manchester City þótt að ítölsku blaðamennirnir séu að skrifa um það að ég vilji fara til AC Milan. Ég er hér og legg hart að mér á æfingum. Ég vil verða mikilvægur maður fyrir þetta félag og úrslitin ráðast nú alltaf inn á vellinum," sagði Balotelli.

„Við getum orðið enskir meistarar og ég er vissu um að við verðum enn sterkari á nýju ári," sagði Balotelli að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×