Innlent

Glacier Partners ekki í gjaldeyrisbraski

Fyrirtækið Capacent Glacier stóð ekki í gjaldeyrisbraski samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér fyrir stundu.

En hún hljóðar svo: Að gefnu tilefni skal áréttað að Capacent Glacier og systurfyrirtæki þess Glacier Partners í Bandaríkjunum hafa aldrei stundað gjaldeyrisviðskipti og eru á engan hátt tengd fyrirtækinu Glacier Capital Partners.

Capacent Glacier og Glacier Partners sérhæfa sig í almennri fyrirtækjaráðgjöf á Íslandi sem og alþjóðlega á sviði sjávarútvegs og jarðhita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×