Enski boltinn

Didier Drogba hefur farið illa með Arsenal síðustu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stuðningsmenn Arsenal eru örugglega búnir að fá sig fullsadda af því að horfa upp á Didier Drogba fagna mörkum á móti liðunum. Drogba hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum á móti Arsenal-liðinu þar af hefur hann skorað tvennu í fjórum af sjö síðustu leikjum liðanna.

Didier Drogba hefur aldrei tapað á móti Arsenal og Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, talaði um það í síðustu viku að Chelsea-menn væru hræddir við Drogba. Hann hefur skorað 13 mörk í síðustu 11 leikjum á móti Arsenal en allt Arsenal-liðið hefur aðeins skorað 6 mörk í þessum 11 leikjum.

„Drogba hefur alltaf verið mjög öflugur á móti okkur og hann er maður stóru leikjanna," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Didier Drogba.Mynd/Nordic Photos/Getty
„Um daginn var Chelsea í vandræðum á móti Tottenham og hver steig þá fram. Það var Drogba einu sinni enn. Þegar þú spilar á móti Chelsea þá er Drogba maðurinn sem þarf að halda niðri," sagði Wenger og bætti við:

„Það er líka mikilvægt að loka á samstarfið milli Drogba og Frank Lampard. Lampard finnur alltaf Drogba og við verðum að stoppa það," sagði Wenger sem veit vel af markatölfræði Drogba í síðustu leikjum Chelsea og Arsenal.

„Þegar við skoðum tölfræðina þá er eitt af lykilatriðunum hvernig menn verjast Drogba, ef ekki bara mikilvægasta atriði í leikjunum á móti Chelsea," sagði Wenger.

Leikir og mörk Didier Drogba á móti Arsenal frá 2005-06
Didier Drogba.Mynd/Nordic Photos/Getty
2005-2006

7. ágúst Samfélagsskjöldurinn 2-1 sigur, 2 mörk

21. ágúst deildin 1-0 sigur, 1 mark (sigurmark)

18. desember deildin 2-0 sigur, 0 mörk

2006-2007

10. desember deildin, 1-1 jafntefli, 0 mörk

25. febrúar deildarbikarin 2-1 sigur, 2 mörk (sigurmark)

2007-2008

23. mars deildin 2-1 sigur, 2 mörk (sigurmark)

2008-2009

18. apríl enski bikarinn 2-1 sigur, 1 mark (sigurmark)

10.maí deildin 4-1 sigur, 0 mörk

2009-2010

29. nóvember deildin 3-0 sigur, 2 mörk

7. febrúar deildin 2-0 sigur, 2 mörk

2010-2011

3. október, deildin 2-0 sigur, 1 mark

Samantekt:

Leikir 11

Sigurleikir Chelsea 10

Jafntefli 1

Sigurleikir Arsenal 0

Mörk Drogba 13

Mörk Arsenal 6

Sigurmörk Drogba 4

Tvennur Drogba 5






Fleiri fréttir

Sjá meira


×