Innlent

Forsetinn flaug á vegum allra helstu útrásavíkinganna

Ólafur Ragnar Grímsson flaug ítrekað með útrásavíkingum.
Ólafur Ragnar Grímsson flaug ítrekað með útrásavíkingum.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flaug ítrekað með útrásavíkingum en í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem snýr að siðferði og starfsháttum kemur fram að Ólafur Ragnar flaug með í flugvélum í eigu eða leigu Kaupþings, Actavis, Glitnis, Novator, FL Group og Eimskipafélags Íslands.

Þá kemur fram að Ólafur sást aðeins á einum farþegalista en það var árið 2007 þegar hann auk forsetaritarans, Örnólfs Thorlacius, flaug með Ingibjörgu Pálmadóttur, sem er gift Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.

Þau flugu frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Leigð var einkaþota til fararinnar.

Snemma árs 2009 sendi Fréttablaðið fyrirspurn til forsetaembættisins um það hversu oft forsetinn hefði flogið með einkaþotum í eigu eða leigu íslenskra fyrirtækja á tímabilinu 2005-2008. Samkvæmt svari embættisins flaug forsetinn níu sinnum með slíkum aðilum til ýmissa landa, þar á meðal til Kína og Búlgaríu.

Að sögn flugmanns, sem sá mikið um einkaflug á vegum bankanna og minnst er á í skýrslunni, kemur það ekki á óvart að stjórnmálamenn sjáist nær ekkert á farþegalistum; farþegar hafi langmest verið bankamenn og félagar þeirra úr fjármálageiranum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×