Segir samkeppni ekki virka og olíufélögin gefa villandi svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2010 12:00 Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Mynd/ Vilhelm Talsmaður neytenda segir að tölur um álagningu á bensíni sýni að samkeppnin á markaðnum sé ekki að virka. Álagning á bensínlítrann er umtalsvert hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Til dæmis er álagningin tvöfalt hærri hér en í Svíþjóð. Fréttablaðið greinir frá því í dag og að meðalálagning á bensínlítrann á sjálfsafgreiðslustöðvum hafi verið tvöfalt hærri hér á landi en í Svíþjóð á síðasta ári. Blaðið vitnar í tölur frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda en samkvæmt þeim var meðalálagning á hvern seldan bensínlitra þrjátíu og ein króna á síðasta ári. Í Svíþjóð var sambærileg upphæð fjórtán krónur. Í Danmörku var álagningin tuttugu krónur og tuttugu og átta krónur í Noregi. „Ég held að þarna sýni sig skortur á samkeppni bæði í bensínsölu og flutningageiranum," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Gísli segir að íslenskir neytendur eigi að búa við samkeppnisumhverfi, en það sé ekki að virka. Fréttablaðið hefur eftir Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1, í blaðinu í dag að olíufélögin gefi öll afslætti ofan á listaverð. Nettóálagningin sé töluvert lægri þegar dæmið sé gert upp. „Það finnst mér nú bara villandi svör. Ef listaverð er bara til sýnis til þess að gefa afslætti frá er rétt að breyta því. Menn eiga bara að vera með raunverð, í stað þess að vera í þessum sífellda leik með listaverð og afslætti frá listaverði, tel ég," segir Gísli Tryggvason. Hann segir að full ástæða sé til að kanna hvort það sé hreinlega ekki hrein fákeppni á þessum markaði hér á landi. Gísli segir aðspurður að FÍB hafi staðið sig mjög vel í hagsmunagæslu fyrir bifreiðaeigendur en hann geti spurt spurninga og gert athugasemdir, sem talsmaður neytenda, og hyggst hann gera það. Ekki náðist í Hermann Guðmundsson, forstjóra N1 í morgun. Þá svaraði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, ekki skilaboðum fréttastofu. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Talsmaður neytenda segir að tölur um álagningu á bensíni sýni að samkeppnin á markaðnum sé ekki að virka. Álagning á bensínlítrann er umtalsvert hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Til dæmis er álagningin tvöfalt hærri hér en í Svíþjóð. Fréttablaðið greinir frá því í dag og að meðalálagning á bensínlítrann á sjálfsafgreiðslustöðvum hafi verið tvöfalt hærri hér á landi en í Svíþjóð á síðasta ári. Blaðið vitnar í tölur frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda en samkvæmt þeim var meðalálagning á hvern seldan bensínlitra þrjátíu og ein króna á síðasta ári. Í Svíþjóð var sambærileg upphæð fjórtán krónur. Í Danmörku var álagningin tuttugu krónur og tuttugu og átta krónur í Noregi. „Ég held að þarna sýni sig skortur á samkeppni bæði í bensínsölu og flutningageiranum," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Gísli segir að íslenskir neytendur eigi að búa við samkeppnisumhverfi, en það sé ekki að virka. Fréttablaðið hefur eftir Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1, í blaðinu í dag að olíufélögin gefi öll afslætti ofan á listaverð. Nettóálagningin sé töluvert lægri þegar dæmið sé gert upp. „Það finnst mér nú bara villandi svör. Ef listaverð er bara til sýnis til þess að gefa afslætti frá er rétt að breyta því. Menn eiga bara að vera með raunverð, í stað þess að vera í þessum sífellda leik með listaverð og afslætti frá listaverði, tel ég," segir Gísli Tryggvason. Hann segir að full ástæða sé til að kanna hvort það sé hreinlega ekki hrein fákeppni á þessum markaði hér á landi. Gísli segir aðspurður að FÍB hafi staðið sig mjög vel í hagsmunagæslu fyrir bifreiðaeigendur en hann geti spurt spurninga og gert athugasemdir, sem talsmaður neytenda, og hyggst hann gera það. Ekki náðist í Hermann Guðmundsson, forstjóra N1 í morgun. Þá svaraði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, ekki skilaboðum fréttastofu.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira