Umfjöllun: Heppnir og þolinmóðir Keflvíkingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Mynd/Valli Keflavík tryggði sér í kvöld langþráðan sigur í Pepsi-deild karla með því að leggja Fylkismenn í Árbænum, 2-1. Bæði mörk Keflvíkinga komu undir lok leiksins. Keflavík hafði ekki unnið í deildinni síðan 27. júní og hefur síðan dregist aftur úr í toppbaráttunni. En eftir sigurinn í kvöld er ljóst að það má ekki afskrifa Keflvíkinga enn. Fylkismenn voru reyndar sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu átt að skora strax í upphafi leiks þegar að Albert Brynjar Ingason fékk tvívegis mjög góð færi. Í bæði skiptin bjargaði varnarmaður Keflavíkur. Albert bætti þó fyrir þetta er hann skoraði úr víti eftir að Bjarni Hólm Aðalsteinsson fékk boltann í höndina í teignum. Markið var glæsilegt - Albert skaut föstu skoti í efra markhornið hægra megin. Aðeins meira jafnræði var með liðunum eftir þetta en Fylkismenn fengu gott færi til að skora annað mark undir lok fyrri hálfleiksins. Þá átti Andrés Már fínan skalla rétt framhjá marki gestanna. Keflvíkingar tóku þó völdin í seinni hálfleik og voru miklu meira með boltann. Illa gekk hins vegar að skapa sér færi og eftir því sem á leið á síðari hálfleikinn fóru Fylkismenn að beita hættulegri skyndisóknum. Valur Fannar Gíslason lét varnarmann Keflavíkur verja frá sér á marklínu þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. En vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar að Jóhannes Valgeirsson dæmdi vítaspyrnu á Fylkismenn. Magnús Þórir Matthíasson féll í teignum eftir viðskipti við Þórir Hannesson. Sannarlega umdeildur dómur að Fylkismönnum fannst, sérstaklega þar sem að Þórir fékk að líta sína aðra áminningu í leiknum fyrir brotið sem virtist ekki gróft. Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr vítinu og lagði svo sjálfur upp sigurmarkið er hann stakk boltanum inn fyrir Fylkisvörnina á Jóhann Birni Guðmundsson. Hann klikkaði ekki einn gegn Fjalari í markinu og renndi boltanum í nærhornið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Fylkismenn ná forystu í leik í sumar en tapa henni niður. Þeir geta verið ósáttir en Keflvíkingar fögnuðu eðlilega vel og innilega í leikslok, enda hafði þolinmæði - með smá heppni líka - skilað þremur dýrmætum stigum í hús. Það verður þó ekki tekið af Keflvíkingum að þeir spiluðu vel í síðari hálfleik og gerðu allt í þeirra valdi til að brjóta ísinn sem tókst svo á elleftu stundu.Fylkir - Keflavík 1-2 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (21.) 1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (82.) 1-2 Jóhann Birnir Guðmundsson (86.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 856Dómari: Jóhannes Valgeirsson (5)Skot (á mark): 11-11 (5-5)Varin skot: Fjalar 3 - Ómar 1Hornspyrnur: 4-6Aukaspyrnur fengnar: 11-15Rangstöður: 7-3Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andri Þór Jónsson 6 (51. Ásgeir Örn Arnþórsson 6) Þórir Hannesson 6 Valur Fannar Gíslason 5 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (82. Davíð Ásbjörnsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 7 Ingimundur Níels Óskarsson 4 (73. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 4 Albert Brynjar Ingason 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 (21. Lasse Jörgensen 6) Guðjón Árni Antoníusson 6 (34. Paul McShane 6) Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 6 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins Magnús Sverrir Þorsteinsson 4 Magnús Þórir Matthíasson 5 (90. Hörður Sveinsson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Keflavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haraldur Freyr: Mikill vinnusigur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var hæstánægður eftir sigur sinna manna á Fylki í Árbænum í kvöld. 5. ágúst 2010 21:37 Andrés Már: Hreinn aumingjaskapur „Þetta er bara til skammar og hreinn aumingjaskapur hjá okkur,“ sagði hundfúll Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, eftir tap liðsins fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. 5. ágúst 2010 21:42 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Keflavík tryggði sér í kvöld langþráðan sigur í Pepsi-deild karla með því að leggja Fylkismenn í Árbænum, 2-1. Bæði mörk Keflvíkinga komu undir lok leiksins. Keflavík hafði ekki unnið í deildinni síðan 27. júní og hefur síðan dregist aftur úr í toppbaráttunni. En eftir sigurinn í kvöld er ljóst að það má ekki afskrifa Keflvíkinga enn. Fylkismenn voru reyndar sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu átt að skora strax í upphafi leiks þegar að Albert Brynjar Ingason fékk tvívegis mjög góð færi. Í bæði skiptin bjargaði varnarmaður Keflavíkur. Albert bætti þó fyrir þetta er hann skoraði úr víti eftir að Bjarni Hólm Aðalsteinsson fékk boltann í höndina í teignum. Markið var glæsilegt - Albert skaut föstu skoti í efra markhornið hægra megin. Aðeins meira jafnræði var með liðunum eftir þetta en Fylkismenn fengu gott færi til að skora annað mark undir lok fyrri hálfleiksins. Þá átti Andrés Már fínan skalla rétt framhjá marki gestanna. Keflvíkingar tóku þó völdin í seinni hálfleik og voru miklu meira með boltann. Illa gekk hins vegar að skapa sér færi og eftir því sem á leið á síðari hálfleikinn fóru Fylkismenn að beita hættulegri skyndisóknum. Valur Fannar Gíslason lét varnarmann Keflavíkur verja frá sér á marklínu þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. En vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar að Jóhannes Valgeirsson dæmdi vítaspyrnu á Fylkismenn. Magnús Þórir Matthíasson féll í teignum eftir viðskipti við Þórir Hannesson. Sannarlega umdeildur dómur að Fylkismönnum fannst, sérstaklega þar sem að Þórir fékk að líta sína aðra áminningu í leiknum fyrir brotið sem virtist ekki gróft. Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr vítinu og lagði svo sjálfur upp sigurmarkið er hann stakk boltanum inn fyrir Fylkisvörnina á Jóhann Birni Guðmundsson. Hann klikkaði ekki einn gegn Fjalari í markinu og renndi boltanum í nærhornið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Fylkismenn ná forystu í leik í sumar en tapa henni niður. Þeir geta verið ósáttir en Keflvíkingar fögnuðu eðlilega vel og innilega í leikslok, enda hafði þolinmæði - með smá heppni líka - skilað þremur dýrmætum stigum í hús. Það verður þó ekki tekið af Keflvíkingum að þeir spiluðu vel í síðari hálfleik og gerðu allt í þeirra valdi til að brjóta ísinn sem tókst svo á elleftu stundu.Fylkir - Keflavík 1-2 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (21.) 1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (82.) 1-2 Jóhann Birnir Guðmundsson (86.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 856Dómari: Jóhannes Valgeirsson (5)Skot (á mark): 11-11 (5-5)Varin skot: Fjalar 3 - Ómar 1Hornspyrnur: 4-6Aukaspyrnur fengnar: 11-15Rangstöður: 7-3Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andri Þór Jónsson 6 (51. Ásgeir Örn Arnþórsson 6) Þórir Hannesson 6 Valur Fannar Gíslason 5 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (82. Davíð Ásbjörnsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 7 Ingimundur Níels Óskarsson 4 (73. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 4 Albert Brynjar Ingason 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 (21. Lasse Jörgensen 6) Guðjón Árni Antoníusson 6 (34. Paul McShane 6) Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 6 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins Magnús Sverrir Þorsteinsson 4 Magnús Þórir Matthíasson 5 (90. Hörður Sveinsson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Keflavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haraldur Freyr: Mikill vinnusigur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var hæstánægður eftir sigur sinna manna á Fylki í Árbænum í kvöld. 5. ágúst 2010 21:37 Andrés Már: Hreinn aumingjaskapur „Þetta er bara til skammar og hreinn aumingjaskapur hjá okkur,“ sagði hundfúll Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, eftir tap liðsins fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. 5. ágúst 2010 21:42 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Haraldur Freyr: Mikill vinnusigur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var hæstánægður eftir sigur sinna manna á Fylki í Árbænum í kvöld. 5. ágúst 2010 21:37
Andrés Már: Hreinn aumingjaskapur „Þetta er bara til skammar og hreinn aumingjaskapur hjá okkur,“ sagði hundfúll Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, eftir tap liðsins fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. 5. ágúst 2010 21:42