Gylfa skorti tíma til að kynna sér málið 20. ágúst 2010 05:45 Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra biðst velvirðingar á því að þurft hafi að leiðrétta orð hans í viðtali RÚV. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira