Innlent

Mun viðra vel til maraþonhlaupa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Soffía Sveinsdóttir, veðurfréttamaður á von á ágætisveðri á menningarnótt. Mynd/ GVA.
Soffía Sveinsdóttir, veðurfréttamaður á von á ágætisveðri á menningarnótt. Mynd/ GVA.
Það mun viðra ágætlega á hlaupara þegar Reykjavíkurmaraþon hefst í fyrramálið, segir Soffía Sveinsdóttir veðurfréttamaður hjá 365 miðlum. Hún býst við 8 - 9 gráðu hita og bjartviðri með köflum. Hún býst ekki við neinni úrkomu. Vindurinn verði fimm til átta metrar á sekúndu. „Þetta er svona í það svalasta fyrir hlaupara og það gæti orðið mótvindur á Eiðsgranda og Sæbraut, en veðrið verður samt allt í lagi," segir Soffía. Þetta þýði samt líka að hálfmaraþonhlauparar fái meðvind á lokasprettinum.

Soffía segir að veðrið haldist svipað allan daginn en hitinn ætti ná upp í 12 gráður um miðjan daginn. Hann lækkar svo niður í 7-8 gráður um kvöldið. Hún hvetur þá sem ætla sér að fylgjast með flugeldasýningunni í miðborginni annað kvöld til þess að taka með sér hlýjan fatnað því að það gæti hvesst lítillega þegar líður á daginn. Einnig gæti orðið skýjaðra en Soffía á ekki von á rigningu í höfuðborginni. Hún segir að það verði þungbúið nánast um allt land og spáin sé best fyrir syðsta hluta landsins og suðvesturhornið.

Soffía ætlar að kíkja í bæinn á morgun og hvetja hlaupara til dáða og að sjálfsögðu mun hún skella sér á flugeldasýninguna um kvöldið.


Tengdar fréttir

Vísir sýnir beint frá flugeldasýningunni

Vísir og Vodafone verða með beina útsendingu frá flugeldasýningunni á menningarnótt. Umræða um flugeldasýninguna komst í hámæli í ágúst eftir að Jón Gnarr borgarstjóri reifaði þá hugmynd á fésbókardagbók sinni að sleppa flugeldasýningunni þetta skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×