Innlent

Verkfall slökkviliðsmanna hefst klukkan átta

Rúmlega átta klukkustunda samningafundi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við samninganefnd sveitarfélaganna lauk án árangur hjá ríkissáttasemjara um ellefu leitið í gærkvöldi og hefjast verkfallsaðgerðir þeirra fyrrnefndu klukkan átta og standa til miðnættis.

Allri neyðarþjónustu verður sinnt, en ekki verður hægt að kalla út menn á frívöktum, sjúklingar verða ekki fluttir á milli stofnana og engir slökkviliðsmenn verða á vakt á Akureyrarflugvelli.

Flugfélag Íslands hefur því flýtt flugi morgunvélanna og eiga þær að vera farnar frá Akureyri fyrir klukan átta. Flugfélagið áformar að nota Húsavíkurflugvöll þegar líður á daginn, en slökkviliðsmenn telja að þá verði framið verkfallsbrot og íhuga að senda verkfallsverði á vettvang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×