Umfjöllun: FH-ingar inn í meistarabaráttuna Valur Smári Heimisson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV. Eyjamenn mættu grimmari til leiks og voru að skapa sér nokkur hættuleg færi á fyrsta korteri leiksins. Tryggvi Guðmundsson fékk þar besta færið þegar hann tók við sendingu frá Þórarni Inga en Tryggvi skaut boltanum frammhjá markinu af stuttu færi. FH-ingarnir vöknuðu þó fljótt og náðu að koma sér vel inní leikinn og það skilaði sér á 26 mínútu þegar Atli Guðnason komst með boltann upp vinstri kantinn, átti gott skot sem Albert Sævarson í marki Eyjamanna sá sein en varði boltan beint út í teig þar sem Freyr Bjarnason átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að leggja boltann í netið. Bjarki Gunnlaugsson meiddist á 21. mínútu en inná í hans stað kom Gunnar Már Guðmundsson sem átti stórleik á miðjunni. Gunnar Már skoraði á 42. mínútu þegar hann tók boltann vel utan teigs og hamraði honum upp í hægra hornið, stórkoslegt mark. Tryggvi Guðmundsson gamli FH-ingurinn náði svo að minnka munin þegar hann komst upp vinstri kantinn, frammhjá Guðmundi Sævarssyni, Gunnleifur Vignir markmaður FH-inga varði þó boltann í samherja sinn, þaðan fór hann í stöngina en Tryggvi fylgdi vel á eftir. Þá virtist þetta vera að stefna í spennandi leik en aðeins fimm mínútum síðar skoruðu FH sitt þriðja mark. En Ásgeir Aron varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann reyndi að renna sér fyrir sendingu frá Atla Guðna, Ásgeir sem hafði komið inná sem varamaður aðeins mínútu áður náði aðeins að setja tánna í boltann og potaði honum því í eigið mark. Heimir Hallgrímsson reyndi svo að berja lífi í sína menn og sendi menn framar á völlinn, það opnaði vörn Eyjamanna mikið en þótt bæði lið hafi fengið nokkur dauðafæri náðu þau ekki að nýta sér þau og lokatölur því 1 – 3. Eyjamenn höfðu aðeins fengið á sig 10 mörk fyrir leikinn en fengu svo 3 í einum og sama leiknum, spurning hvort þeir ættu að leita af forminu sínu í Herjólfsdal? ÍBV–FH 1-3 0-1 Freyr Bjarnason (26.) 0-2 Gunnar Már Guðmundsson (42.) 1-2 Tryggvi Guðmundsson (50.) 1-3 sjálfsmark (55.) Áhorfendur: 848 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 13-16 (5-12) Varin skot: 9 – 4 Horn: 8-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 6-4ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 7 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (54. Ásgeir Aron Ásgeirsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Tony Mawejje 4 (45. Denis Sytnik 4) Andri Ólafsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Danien Justin Warlem 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (75. Hafþór Þrastarsson 6) Freyr Bjarnason 7 Björn Daniel Sverrisson 6 Pétur Viðarsson 6 Guðmundur Sævarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Bjarki Gunnlaugsson 5(21. Gunnar Már Guðmundsson 8 Maður leiksins*) Ólafur Páll Snorrason 8 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV. Eyjamenn mættu grimmari til leiks og voru að skapa sér nokkur hættuleg færi á fyrsta korteri leiksins. Tryggvi Guðmundsson fékk þar besta færið þegar hann tók við sendingu frá Þórarni Inga en Tryggvi skaut boltanum frammhjá markinu af stuttu færi. FH-ingarnir vöknuðu þó fljótt og náðu að koma sér vel inní leikinn og það skilaði sér á 26 mínútu þegar Atli Guðnason komst með boltann upp vinstri kantinn, átti gott skot sem Albert Sævarson í marki Eyjamanna sá sein en varði boltan beint út í teig þar sem Freyr Bjarnason átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að leggja boltann í netið. Bjarki Gunnlaugsson meiddist á 21. mínútu en inná í hans stað kom Gunnar Már Guðmundsson sem átti stórleik á miðjunni. Gunnar Már skoraði á 42. mínútu þegar hann tók boltann vel utan teigs og hamraði honum upp í hægra hornið, stórkoslegt mark. Tryggvi Guðmundsson gamli FH-ingurinn náði svo að minnka munin þegar hann komst upp vinstri kantinn, frammhjá Guðmundi Sævarssyni, Gunnleifur Vignir markmaður FH-inga varði þó boltann í samherja sinn, þaðan fór hann í stöngina en Tryggvi fylgdi vel á eftir. Þá virtist þetta vera að stefna í spennandi leik en aðeins fimm mínútum síðar skoruðu FH sitt þriðja mark. En Ásgeir Aron varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann reyndi að renna sér fyrir sendingu frá Atla Guðna, Ásgeir sem hafði komið inná sem varamaður aðeins mínútu áður náði aðeins að setja tánna í boltann og potaði honum því í eigið mark. Heimir Hallgrímsson reyndi svo að berja lífi í sína menn og sendi menn framar á völlinn, það opnaði vörn Eyjamanna mikið en þótt bæði lið hafi fengið nokkur dauðafæri náðu þau ekki að nýta sér þau og lokatölur því 1 – 3. Eyjamenn höfðu aðeins fengið á sig 10 mörk fyrir leikinn en fengu svo 3 í einum og sama leiknum, spurning hvort þeir ættu að leita af forminu sínu í Herjólfsdal? ÍBV–FH 1-3 0-1 Freyr Bjarnason (26.) 0-2 Gunnar Már Guðmundsson (42.) 1-2 Tryggvi Guðmundsson (50.) 1-3 sjálfsmark (55.) Áhorfendur: 848 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 13-16 (5-12) Varin skot: 9 – 4 Horn: 8-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 6-4ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 7 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (54. Ásgeir Aron Ásgeirsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Tony Mawejje 4 (45. Denis Sytnik 4) Andri Ólafsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Danien Justin Warlem 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (75. Hafþór Þrastarsson 6) Freyr Bjarnason 7 Björn Daniel Sverrisson 6 Pétur Viðarsson 6 Guðmundur Sævarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Bjarki Gunnlaugsson 5(21. Gunnar Már Guðmundsson 8 Maður leiksins*) Ólafur Páll Snorrason 8 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira