Eyjamenn náðu ekki að halda áfram sigurgöngu sinni eftir Þjóðhátíð þegar þeir tóku á móti FH í kvöld. ÍBV tapaði leikinum 1-3 og Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins var daufur eftir leikinn.
„Það voru bara margir að spila undir getu í dag, það voru brotalamir á mörgum stöðum. Áttum í erfiðleikum með þá á mörgum stöðum á vellinum," sagði Heimir en ÍBV var búið að vinna sex leiki í röð.
Heimir viðurkennir að Eyjamenn hafi saknað Matt Matt Garner úr vörninni í þessum leik.
„Það myndu öll lið sakna Matt Garner ef hann er ekki að spila með þeim, það kemur svosem ekkert á óvart. Annars hefðum við getað komið okkur í mjög þægilega stöðu en einhverstaðar verður maður að búast við því að það komi tap og það kom bara í dag," sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson: Það voru brotalamir á mörgum stöðum
Valur Smári Heimisson skrifar

Mest lesið



„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi
Enski boltinn

Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne
Enski boltinn