Íslenski boltinn

Heimir Guðjónsson: Hefði verið erfitt ef við hefðum tapað þessum leik

Valur Smári Heimisson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Mynd/Vilhelm
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í FH eru komnir á fullt inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla efttir 3-1 sigur á ÍBV í Eyjum í kvöld.

„Ég er sáttur við leikinn fyrir utan fyrsta korterið þegar þeir settu mikla pressu á okkur og voru að senda boltann bakvið vörnina hjá okkur en eftir það fannst mér við spila virkilega vel og óðum í færum og úrlitin sanngjörn," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.

„Ef við hefðum tapað þessum leik þá hefði þetta verið erfitt, 10 stigum á eftir ÍBV og 8 umferðir eftir. Þá hefðum við þurft að treysta á aðra og það væri einfaldlega of mikill munur," sagði Heimir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×