Innlent

Orsök pestar enn óþekkt

Enn hefur ekki verið hægt að tengja smitandi hósta í hrossum þeim veirum sem þekktar eru fyrir að leggjast á öndunarfæri hrossa. Þetta kom fram á fundi stýrihóps fulltrúa Matvælastofnunar, Tilraunastöðvarinnar á Keldum og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í gær.

Aftur á móti hefur komið í ljós að bakterían Streptococcus Zooepidemicus ræktast úr öllum hrossum með hósta og graftarkenndan hor. Frumorsök sjúkdómsins er því enn óþekkt en markmiðið með þeirri sérstöku rannsóknaráætlun sem nú verður unnið eftir er áframhaldandi leit að orsök hans og uppruna. - jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×