Vilja gjörbylta húsnæðislánakerfinu 24. september 2010 12:01 Hagsmunasamtök heimilanna vilja gjörbreyta húsnæðislánakerfi landsmanna - þar sem þak yrði meðal annars sett á verðbætur svo bankar verði virkari þátttakendur í að halda stöðugleika í landinu. Samtökin lögðu fram kröfugerð um leiðréttingar og hugmyndir um nýtt húsnæðislánakerfi á blaðamannafundi í morgun - og kölluðu grunn að þjóðarsátt. Hagsmunasamtökin hafa verið virk í baráttu fyrir leiðréttingu á skuldum heimilanna allt frá hruni. Segja má að nú hafi samtökin sameinað hugmyndir sínar og lagt fram ítarlega greinargerð sem kölluð er grunnur að þjóðarsátt. Annars vegar eru þar kröfur um leiðréttingu á húsnæðislánum og hins vegar tillaga að nýju húsnæðiskerfi. Samtökin benda á að skuldastaða íslenskra heimila hafi farið síversnandi frá árinu 1980 og sé nú komin í um 300% af árs-ráðstöfunartekjum, sem sé ein sú hæsta innan iðnríkja heims. Hundruð heimila hafa farið á nauðungaruppboð á þessu ári - og búist er við holskeflu þegar frestir sem fólk fékk renna út. Kröfur Hagsmunasamtakanna um leiðréttingu á húsnæðislánum eru á svipuðum nótum og samtökin hafa hingað til talað fyrir. Þau vilja að öllum erlendum lánum, ekki bara þeim gengistryggðu sem voru dæmd ólögleg, verði breytt í verðtryggð krónulán miðað við stöðu þeirra í árslok 2007. Hvað varðar verðtryggð lán vilja samtökin að höfuðstóll þeirra verði stilttur á stöðu lánsins eins og það var í árslok 2007. Frá þeim tíma verði sett fjögurra prósenta þak á verðbætur. En það er sú tala sem Seðlabankinn hefur notað sem efri vikmörk á sín verðbólgumarkmið. Samtökin telja að bankar og fjármálastofnanir aðrar ráði við þetta - og rökstyðja það ítarlegar en hægt er að segja frá hér. Þá er það hinn liður þjóðarsáttarinnar sem Hagsmunasamtökin leggja til - en það er nýtt húsnæðislánakerfi sem dregur dám af fyrrgreindum leiðréttingum. Samtökin vilja að sett verði fjögurra prósenta þak á árlegar verðbætur verðtryggðra lána. Þakið verði síðan lækkað í þrepum þar til verðtrygging verði aflögð. Einnig að sett verði 5-6 prósenta þak á óverðtryggða vexti húsnæðislána Með þessu þaki verði fjármálafyrirtæki virkari í að kom á fjármálastöðugleika. Við núverandi aðstæður geti óstöðugleiki og þensla í sumum tilvikum haft jákvæð áhrif á afkomu fjármálafyrirtækja. Hagsmunasamtökin telja mikilvægt að allir stærri leikendur í hagkerfinu taki þátt í að halda niðri verðbólgu. Með þaki verði innbyggður hvati til að halda niðri verðbólgu. Auk þess telja þau mikilvægt að lántakendur greiði upp lán þegar skipt er um húsnæði - þannig geti bankar fjármagnað sig til skemmri tíma í einu - og sú fjármögnun þurfi ekki að taka mið af framtíðarsveiflum. Þá segja samtökin að tími ákvörðunarfælni stjórnvalda og fjármálafyrirtækja sé liðinn - kreppan muni dýpka ef ekki verði gripið til víðtækra aðgerða - heimilin geti ekki staðið af sér enn einn hamfaravetur. Samtökin hyggja nú á fundaherferð til að kynna tillögur sínar fyrir þingflokkum og fjármálafyrirtækjum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna vilja gjörbreyta húsnæðislánakerfi landsmanna - þar sem þak yrði meðal annars sett á verðbætur svo bankar verði virkari þátttakendur í að halda stöðugleika í landinu. Samtökin lögðu fram kröfugerð um leiðréttingar og hugmyndir um nýtt húsnæðislánakerfi á blaðamannafundi í morgun - og kölluðu grunn að þjóðarsátt. Hagsmunasamtökin hafa verið virk í baráttu fyrir leiðréttingu á skuldum heimilanna allt frá hruni. Segja má að nú hafi samtökin sameinað hugmyndir sínar og lagt fram ítarlega greinargerð sem kölluð er grunnur að þjóðarsátt. Annars vegar eru þar kröfur um leiðréttingu á húsnæðislánum og hins vegar tillaga að nýju húsnæðiskerfi. Samtökin benda á að skuldastaða íslenskra heimila hafi farið síversnandi frá árinu 1980 og sé nú komin í um 300% af árs-ráðstöfunartekjum, sem sé ein sú hæsta innan iðnríkja heims. Hundruð heimila hafa farið á nauðungaruppboð á þessu ári - og búist er við holskeflu þegar frestir sem fólk fékk renna út. Kröfur Hagsmunasamtakanna um leiðréttingu á húsnæðislánum eru á svipuðum nótum og samtökin hafa hingað til talað fyrir. Þau vilja að öllum erlendum lánum, ekki bara þeim gengistryggðu sem voru dæmd ólögleg, verði breytt í verðtryggð krónulán miðað við stöðu þeirra í árslok 2007. Hvað varðar verðtryggð lán vilja samtökin að höfuðstóll þeirra verði stilttur á stöðu lánsins eins og það var í árslok 2007. Frá þeim tíma verði sett fjögurra prósenta þak á verðbætur. En það er sú tala sem Seðlabankinn hefur notað sem efri vikmörk á sín verðbólgumarkmið. Samtökin telja að bankar og fjármálastofnanir aðrar ráði við þetta - og rökstyðja það ítarlegar en hægt er að segja frá hér. Þá er það hinn liður þjóðarsáttarinnar sem Hagsmunasamtökin leggja til - en það er nýtt húsnæðislánakerfi sem dregur dám af fyrrgreindum leiðréttingum. Samtökin vilja að sett verði fjögurra prósenta þak á árlegar verðbætur verðtryggðra lána. Þakið verði síðan lækkað í þrepum þar til verðtrygging verði aflögð. Einnig að sett verði 5-6 prósenta þak á óverðtryggða vexti húsnæðislána Með þessu þaki verði fjármálafyrirtæki virkari í að kom á fjármálastöðugleika. Við núverandi aðstæður geti óstöðugleiki og þensla í sumum tilvikum haft jákvæð áhrif á afkomu fjármálafyrirtækja. Hagsmunasamtökin telja mikilvægt að allir stærri leikendur í hagkerfinu taki þátt í að halda niðri verðbólgu. Með þaki verði innbyggður hvati til að halda niðri verðbólgu. Auk þess telja þau mikilvægt að lántakendur greiði upp lán þegar skipt er um húsnæði - þannig geti bankar fjármagnað sig til skemmri tíma í einu - og sú fjármögnun þurfi ekki að taka mið af framtíðarsveiflum. Þá segja samtökin að tími ákvörðunarfælni stjórnvalda og fjármálafyrirtækja sé liðinn - kreppan muni dýpka ef ekki verði gripið til víðtækra aðgerða - heimilin geti ekki staðið af sér enn einn hamfaravetur. Samtökin hyggja nú á fundaherferð til að kynna tillögur sínar fyrir þingflokkum og fjármálafyrirtækjum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira