Fangar eru án gæslu inni á sjúkrahúsum 19. október 2010 05:00 Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Ef fangarnir séu ekki taldir hættulegir séu fangaverðir ekki látnir vakta þá. Fréttablaðið/Vilhelm Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki taldir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Skammt er liðið síðan kvenkyns fangi strauk af sjúkrahúsi í tvígang með skömmu millibili. Í fyrra sinnið auglýsti lögregla eftir konunni, sem hafði verið alvarlega veik. Í seinna skiptið skilaði hún sér aftur af sjálfsdáðum. „Þegar fangi í afplánun veikist verðum við að meta það hverju sinni hvort fanginn teljist hættulegur sjálfum sér eða öðrum," segir Páll. „Ef við teljum okkur hafa fullvissu fyrir því að fangi sé annars vegar verulega veikur og þurfi að fara á sjúkrahús og að hann sé hins vegar hættulaus, þá erum við ekki með vaktir fangavarða yfir viðkomandi." Spurður hvað valdi því að fangavörður fylgi ekki fanga á spítala segir Páll að það sé talið óþarft, auk þess sem sólarhringsvaktir af því tagi séu gríðarlega dýrar. „Sólarhringurinn kostar um það bil eitt hundrað þúsund krónur," útskýrir Páll og bætir við að vaktakostnaðurinn sé fljótur að vinda upp á sig, sé um nokkurra daga eða jafnvel vikna dvöl á sjúkrahúsi að ræða. Spurður hvort algengt sé að fangar noti tækifærið og láti sig hverfa af spítalanum segir Páll það hafa gerst í ákveðnum tilfellum. „Þá er einfaldlega litið á það sem strok og hefur afleiðingar fyrir fangann. Þá er gefin út handtökubeiðni og viðkomandi síðan færður í afplánun aftur þegar hann næst. Í sumum tilvikum skila menn sér sjálfir. Yfirleitt ganga þeir ekki lengi lausir þar til þeir finnast, sem vill því miður oft verða á stöðum sem þekktir eru sem samastaðir fíkniefnaneytenda. En í heildina gengur þetta ágætlega í langflestum tilvikum." Páll segir að almennt sé nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Sumir komi til afplánunar eftir langvarandi neyslu og vandamál tengd henni. Stundum þurfi sjúkrahúslegu til að koma þeim til heilsu á nýjan leik. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki taldir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Skammt er liðið síðan kvenkyns fangi strauk af sjúkrahúsi í tvígang með skömmu millibili. Í fyrra sinnið auglýsti lögregla eftir konunni, sem hafði verið alvarlega veik. Í seinna skiptið skilaði hún sér aftur af sjálfsdáðum. „Þegar fangi í afplánun veikist verðum við að meta það hverju sinni hvort fanginn teljist hættulegur sjálfum sér eða öðrum," segir Páll. „Ef við teljum okkur hafa fullvissu fyrir því að fangi sé annars vegar verulega veikur og þurfi að fara á sjúkrahús og að hann sé hins vegar hættulaus, þá erum við ekki með vaktir fangavarða yfir viðkomandi." Spurður hvað valdi því að fangavörður fylgi ekki fanga á spítala segir Páll að það sé talið óþarft, auk þess sem sólarhringsvaktir af því tagi séu gríðarlega dýrar. „Sólarhringurinn kostar um það bil eitt hundrað þúsund krónur," útskýrir Páll og bætir við að vaktakostnaðurinn sé fljótur að vinda upp á sig, sé um nokkurra daga eða jafnvel vikna dvöl á sjúkrahúsi að ræða. Spurður hvort algengt sé að fangar noti tækifærið og láti sig hverfa af spítalanum segir Páll það hafa gerst í ákveðnum tilfellum. „Þá er einfaldlega litið á það sem strok og hefur afleiðingar fyrir fangann. Þá er gefin út handtökubeiðni og viðkomandi síðan færður í afplánun aftur þegar hann næst. Í sumum tilvikum skila menn sér sjálfir. Yfirleitt ganga þeir ekki lengi lausir þar til þeir finnast, sem vill því miður oft verða á stöðum sem þekktir eru sem samastaðir fíkniefnaneytenda. En í heildina gengur þetta ágætlega í langflestum tilvikum." Páll segir að almennt sé nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Sumir komi til afplánunar eftir langvarandi neyslu og vandamál tengd henni. Stundum þurfi sjúkrahúslegu til að koma þeim til heilsu á nýjan leik. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira