Fangar eru án gæslu inni á sjúkrahúsum 19. október 2010 05:00 Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Ef fangarnir séu ekki taldir hættulegir séu fangaverðir ekki látnir vakta þá. Fréttablaðið/Vilhelm Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki taldir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Skammt er liðið síðan kvenkyns fangi strauk af sjúkrahúsi í tvígang með skömmu millibili. Í fyrra sinnið auglýsti lögregla eftir konunni, sem hafði verið alvarlega veik. Í seinna skiptið skilaði hún sér aftur af sjálfsdáðum. „Þegar fangi í afplánun veikist verðum við að meta það hverju sinni hvort fanginn teljist hættulegur sjálfum sér eða öðrum," segir Páll. „Ef við teljum okkur hafa fullvissu fyrir því að fangi sé annars vegar verulega veikur og þurfi að fara á sjúkrahús og að hann sé hins vegar hættulaus, þá erum við ekki með vaktir fangavarða yfir viðkomandi." Spurður hvað valdi því að fangavörður fylgi ekki fanga á spítala segir Páll að það sé talið óþarft, auk þess sem sólarhringsvaktir af því tagi séu gríðarlega dýrar. „Sólarhringurinn kostar um það bil eitt hundrað þúsund krónur," útskýrir Páll og bætir við að vaktakostnaðurinn sé fljótur að vinda upp á sig, sé um nokkurra daga eða jafnvel vikna dvöl á sjúkrahúsi að ræða. Spurður hvort algengt sé að fangar noti tækifærið og láti sig hverfa af spítalanum segir Páll það hafa gerst í ákveðnum tilfellum. „Þá er einfaldlega litið á það sem strok og hefur afleiðingar fyrir fangann. Þá er gefin út handtökubeiðni og viðkomandi síðan færður í afplánun aftur þegar hann næst. Í sumum tilvikum skila menn sér sjálfir. Yfirleitt ganga þeir ekki lengi lausir þar til þeir finnast, sem vill því miður oft verða á stöðum sem þekktir eru sem samastaðir fíkniefnaneytenda. En í heildina gengur þetta ágætlega í langflestum tilvikum." Páll segir að almennt sé nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Sumir komi til afplánunar eftir langvarandi neyslu og vandamál tengd henni. Stundum þurfi sjúkrahúslegu til að koma þeim til heilsu á nýjan leik. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki taldir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Skammt er liðið síðan kvenkyns fangi strauk af sjúkrahúsi í tvígang með skömmu millibili. Í fyrra sinnið auglýsti lögregla eftir konunni, sem hafði verið alvarlega veik. Í seinna skiptið skilaði hún sér aftur af sjálfsdáðum. „Þegar fangi í afplánun veikist verðum við að meta það hverju sinni hvort fanginn teljist hættulegur sjálfum sér eða öðrum," segir Páll. „Ef við teljum okkur hafa fullvissu fyrir því að fangi sé annars vegar verulega veikur og þurfi að fara á sjúkrahús og að hann sé hins vegar hættulaus, þá erum við ekki með vaktir fangavarða yfir viðkomandi." Spurður hvað valdi því að fangavörður fylgi ekki fanga á spítala segir Páll að það sé talið óþarft, auk þess sem sólarhringsvaktir af því tagi séu gríðarlega dýrar. „Sólarhringurinn kostar um það bil eitt hundrað þúsund krónur," útskýrir Páll og bætir við að vaktakostnaðurinn sé fljótur að vinda upp á sig, sé um nokkurra daga eða jafnvel vikna dvöl á sjúkrahúsi að ræða. Spurður hvort algengt sé að fangar noti tækifærið og láti sig hverfa af spítalanum segir Páll það hafa gerst í ákveðnum tilfellum. „Þá er einfaldlega litið á það sem strok og hefur afleiðingar fyrir fangann. Þá er gefin út handtökubeiðni og viðkomandi síðan færður í afplánun aftur þegar hann næst. Í sumum tilvikum skila menn sér sjálfir. Yfirleitt ganga þeir ekki lengi lausir þar til þeir finnast, sem vill því miður oft verða á stöðum sem þekktir eru sem samastaðir fíkniefnaneytenda. En í heildina gengur þetta ágætlega í langflestum tilvikum." Páll segir að almennt sé nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Sumir komi til afplánunar eftir langvarandi neyslu og vandamál tengd henni. Stundum þurfi sjúkrahúslegu til að koma þeim til heilsu á nýjan leik. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?