Öfunduð af því að vera nálægt söngvara Hurts Sara McMahon skrifar 22. nóvember 2010 16:00 Anna Þóra Alfreðsdóttir fyrirsæta leikur í nýju myndbandi hljómsveitarinnar Hurts. Þetta verður þá í annað sinn sem hún kemur fram í myndbandi sveitarinnar; áður lék hún í myndbandinu við lagið Stay. Fréttablaðið/Vilhelm Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. Myndbandið var tekið upp hér á landi í september síðastliðnum. Hægt er að sjá það í spilaranum neðst í fréttinni. Nýja myndbandið sem Anna Þóra leikur í er aftur á móti við jólalag sem hljómsveitin hyggst gefa út á næstunni. „Hlutirnir gerðust mjög hratt þegar við tókum upp fyrra myndbandið. Ég fékk hringingu á fimmtudegi og var beðin um að koma í prufu og tökurnar fóru svo fram á laugardegi. Ég og Theo hittumst kvöldið áður til þess að kynnast aðeins og þá fékk ég líka að heyra lagið í fyrsta sinn," segir Anna Þóra. Hún ber Hutchcraft og Adam Anderson, hinum meðlimi tvíeykisins, vel söguna og segir þá afskaplega viðkunnanlega og sjarmerandi. „Ég kynntist þeim mjög vel við tökurnar og við Theo höfum verið í reglulegu sambandi eftir það. Hann er mjög indæll og bauð til dæmis mér og vinkonum mínum á Airwaves-hátíðina, sem mér fannst mjög fallega gert." Hutchcraft þykir afskaplega myndarlegur piltur og er vinsæll hjá ungum stúlkum víða um heim og því hljóta margar að öfunda Önnu Þóru af vinskapnum við hann. „Ja, ég hef lesið athugasemdir við myndbandið á Youtube þar sem stelpur lýsa því yfir að þær öfundi mig á því að fá að vera nálægt honum," segir hún hlæjandi. Anna Þóra stundar nám í tannlækningum og hefur engar áhyggjur af því að fara út svona stuttu fyrir próf. „Þetta var svo skemmtilegt tilboð og ég hef fulla trú á því að ég rúlli önninni upp. Ég stend það vel að vígi," segir hún að lokum glaðlega. Tengdar fréttir Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. Myndbandið var tekið upp hér á landi í september síðastliðnum. Hægt er að sjá það í spilaranum neðst í fréttinni. Nýja myndbandið sem Anna Þóra leikur í er aftur á móti við jólalag sem hljómsveitin hyggst gefa út á næstunni. „Hlutirnir gerðust mjög hratt þegar við tókum upp fyrra myndbandið. Ég fékk hringingu á fimmtudegi og var beðin um að koma í prufu og tökurnar fóru svo fram á laugardegi. Ég og Theo hittumst kvöldið áður til þess að kynnast aðeins og þá fékk ég líka að heyra lagið í fyrsta sinn," segir Anna Þóra. Hún ber Hutchcraft og Adam Anderson, hinum meðlimi tvíeykisins, vel söguna og segir þá afskaplega viðkunnanlega og sjarmerandi. „Ég kynntist þeim mjög vel við tökurnar og við Theo höfum verið í reglulegu sambandi eftir það. Hann er mjög indæll og bauð til dæmis mér og vinkonum mínum á Airwaves-hátíðina, sem mér fannst mjög fallega gert." Hutchcraft þykir afskaplega myndarlegur piltur og er vinsæll hjá ungum stúlkum víða um heim og því hljóta margar að öfunda Önnu Þóru af vinskapnum við hann. „Ja, ég hef lesið athugasemdir við myndbandið á Youtube þar sem stelpur lýsa því yfir að þær öfundi mig á því að fá að vera nálægt honum," segir hún hlæjandi. Anna Þóra stundar nám í tannlækningum og hefur engar áhyggjur af því að fara út svona stuttu fyrir próf. „Þetta var svo skemmtilegt tilboð og ég hef fulla trú á því að ég rúlli önninni upp. Ég stend það vel að vígi," segir hún að lokum glaðlega.
Tengdar fréttir Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00