Skilnaðaralda í Hollywood 22. nóvember 2010 00:01 Sandra Bullock var ekki lengi að yfirgefa eiginmann sinn Jesse James eftir framhjáhaldið. Skilnaðir og brestir í samböndum fræga fólksins vekja jafnan mikla athygli og að undanförnu hefur óvenju mikið borið á hjónaskilnuðum í borg englanna. Það er reyndar ekkert nýtt að stjörnurnar í Hollywood tolla ekki lengi í hjónabandi og skipta um maka ótt og títt. Eins og flestum er kunnugt skildi Sandra Bullock við mótórhjólamanninnn Jesse James eftir að upp komst um framhjáhald hans með klámmyndastjörnu. Nýjustu fregnir herma að Parker hafi haldið framhjá með eiginkonu liðsfélaga síns. Í vikunni bárust fregnir af því að aðþrengda eiginkonan Eva Longoria hafi sótt um skilnað við eiginmann sinn til þriggja ára, körfuboltamanninn Tony Parker. Longoria, sem bar engin merki þess að hún væri að ganga í gegnum persónulega krísu þegar hún var kynnir á MTV verðlaunahátíðinni fyrir stuttu, mun vera mjög leið yfir þessu öllu saman en slúðurmiðlar vestanhafs segja að Parker hafi ekki verið við eina fjölina felldur. Sumir greina frá því að hann hafi haldið við eiginkonu fyrrverandi liðsfélaga síns í San Antonio Spurs og hefur Parker nú viðurkennt að önnur kona sé í spilinu. Kate Winslet og Sam Mendes voru gift í tvö ár. Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Kate Winslet skildi við leikstjórann Sam Mendes fyrr á þessu ári eftir aðeins tveggja ára hjónaband en þau voru mikið draumapar í Hollywood þann tíma sem þau voru saman.Aguilera er skilin við dansarann Jordan Bratman.Poppdívan Christina Aguilera komst einnig í fréttirnar þegar hún sótti um skilnað við dansarann Jordan Bratman í september á þessu ári.Þar er sagt að þau skilji í góðu og ætli að deila forræðinu yfir tveggja ára gömlum syni sínum.Arquette heldur enn í vonina um að lappa upp á hjónabandið eftir meðferð.Courteney Cox skildi við David Arquette eftir 11 ára hjónaband. Framhjáhald Arquette virðist vera ástæða skilnaðarins. Parið var talið eitt af óskapörunum í Hollywood enda tókst því að halda sig fjarri slúðursíðunum og kom því skilnaðurinn almenningi í opna skjöldu. Arquette ber fyrir sig kynlífsfíkn og leitar sér nú hjálpar við henni. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Skilnaðir og brestir í samböndum fræga fólksins vekja jafnan mikla athygli og að undanförnu hefur óvenju mikið borið á hjónaskilnuðum í borg englanna. Það er reyndar ekkert nýtt að stjörnurnar í Hollywood tolla ekki lengi í hjónabandi og skipta um maka ótt og títt. Eins og flestum er kunnugt skildi Sandra Bullock við mótórhjólamanninnn Jesse James eftir að upp komst um framhjáhald hans með klámmyndastjörnu. Nýjustu fregnir herma að Parker hafi haldið framhjá með eiginkonu liðsfélaga síns. Í vikunni bárust fregnir af því að aðþrengda eiginkonan Eva Longoria hafi sótt um skilnað við eiginmann sinn til þriggja ára, körfuboltamanninn Tony Parker. Longoria, sem bar engin merki þess að hún væri að ganga í gegnum persónulega krísu þegar hún var kynnir á MTV verðlaunahátíðinni fyrir stuttu, mun vera mjög leið yfir þessu öllu saman en slúðurmiðlar vestanhafs segja að Parker hafi ekki verið við eina fjölina felldur. Sumir greina frá því að hann hafi haldið við eiginkonu fyrrverandi liðsfélaga síns í San Antonio Spurs og hefur Parker nú viðurkennt að önnur kona sé í spilinu. Kate Winslet og Sam Mendes voru gift í tvö ár. Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Kate Winslet skildi við leikstjórann Sam Mendes fyrr á þessu ári eftir aðeins tveggja ára hjónaband en þau voru mikið draumapar í Hollywood þann tíma sem þau voru saman.Aguilera er skilin við dansarann Jordan Bratman.Poppdívan Christina Aguilera komst einnig í fréttirnar þegar hún sótti um skilnað við dansarann Jordan Bratman í september á þessu ári.Þar er sagt að þau skilji í góðu og ætli að deila forræðinu yfir tveggja ára gömlum syni sínum.Arquette heldur enn í vonina um að lappa upp á hjónabandið eftir meðferð.Courteney Cox skildi við David Arquette eftir 11 ára hjónaband. Framhjáhald Arquette virðist vera ástæða skilnaðarins. Parið var talið eitt af óskapörunum í Hollywood enda tókst því að halda sig fjarri slúðursíðunum og kom því skilnaðurinn almenningi í opna skjöldu. Arquette ber fyrir sig kynlífsfíkn og leitar sér nú hjálpar við henni.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira