Innlent

Eiturmálið: Húsráðandi úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag vegna rannsóknar á því hvernig annar maður innbyrti stíflueyði um helgina.

Grunur leikur á að maðurinn hafi verið neyddur til þess að drekka stíflueyðinn en honum er haldið sofandi á gjörgæsludeild og er þungt haldinn samkvæmt vakthafandi lækni.

Maðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald var húsráðandi í teiti sem var haldið aðfaranótt laugardagsins. Þar innbyrti maðurinn, sem er um fertugt, eitrið. Hann komst svo af sjálfsdáðum heim til sín sama kvöld þaðan sem hann var fluttur á spítala.

Upphaflega voru tveir menn handteknir vegna málsins en öðrum þeirra hefur nú verið sleppt.


Tengdar fréttir

Tveir handteknir vegna eiturmáls- atburðarás óljós

Atburðarrásin er óljós varðandi fertugan mann sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×