Innlent

Lögreglan leitar að vitnum vegna eiturmálsins

Lögreglan leitar vitna að því þegar maður innbyrti stíflueyði.
Lögreglan leitar vitna að því þegar maður innbyrti stíflueyði.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum sem voru stödd í heimahúsi í Hlíðunum þar sem karlmaður innbyrti stíflueyði.

Grunur leikur á að eitrinu hafi verið neytt ofan í hann en lögreglan hefur ekki staðfesta það.

Í yfirlýsingu sem lögreglan gaf frá sér í dag kemur fram að málsatvik séu ekki að fullu ljós. Þess vegna óska þeir eftir því að veislugestir hafi samband við lögregluna í síma 444-1000.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags. Maðurinn komst af sjálfsdáðum heim til sín úr veislunni en þaðan var fluttur á spítala. Hann er verulega illa haldinn og er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans.

Tveir menn hafa verið handteknir vegna málsins. Ekki var búið að ákveða hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir mönnunum þegar rætt var við lögregluna um hádegisbilið.


Tengdar fréttir

Tveir handteknir vegna eiturmáls- atburðarás óljós

Atburðarrásin er óljós varðandi fertugan mann sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×