Innlent

Tveir handteknir vegna eiturmáls- atburðarás óljós

Mennirnir tveir eru í haldi lögreglunnar en það er óljóst hvort farið verður fram á gæsluvarðhald.
Mennirnir tveir eru í haldi lögreglunnar en það er óljóst hvort farið verður fram á gæsluvarðhald.

Atburðarrásin er óljós varðandi fertugan mann sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hann staðfestir hinsvegar að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en grunur leikur á að maðurinn hafi verið neyddur til þess að drekka stíflueyðinn. Maðurinn liggur nú þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans en hann er í öndunarvél.

Þetta er stíflueyðirinn sem maðurinn á að hafa verið neyddur til þess að drekka.

Maðurinn var staddur í heimahúsi hjá öðrum manninum sem var handtekinn. Þar innbyrti hann vökvann sem á að hafa verið stíflueyðir af gerðinni Grettir sterki.

Maðurinn komst í kjölfarið heim til sín þar sem eiginkona hans á að hafa uppgötvað að ekki var allt með felldu. Var maðurinn umsvifalaust fluttur á spítala í kjölfarið. Þar kom í ljós að hann var verulega illa haldinn.

Friðrik vill ekki staðfesta hvort maðurinn hafi náð að tjá sig eitthvað um málið áður en hann fór í öndunarvél.

Mennirnir tveir voru handteknir um miðjan dag í gær. Þeir hafa verið í haldi lögreglunnar síðan. Hugsanlega verður krafist gæsluvarðhalds yfir þeim en það kemur í ljós nú síðdegis.

Mennirnir tveir sem voru handteknir eru ekki góðkunningjar lögreglunnar ef svo má að orði komast.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×