Ber ekki kala til nokkurs manns 1. október 2010 06:00 Snýr aftur Björgvin G. Sigurðsson tekur á ný til starfa á Alþingi eftir tæplega hálfs árs leyfi í kjölfar útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/stefán „Mér þykir niðurstaðan dapurleg,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, um niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis um landsdómsmálið. Þingið samþykkti að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögu um kærur á hendur Björgvini, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Björgvin kveðst einlæglega ánægður fyrir hönd Árna og Ingibjargar en fyrst og fremst leiður yfir því hvernig þetta fór, „enda ítrekað komið fram að óljóst er hvaða aðgerðir hefðu breytt stöðu mála verulega mánuðina fyrir hrun. Ég held að réttarhöld yfir Geir Haarde hafi ekkert með réttlæti að gera.“ Spurður hvort hann efist ekki um að rétt sé af honum að taka sæti á þingi á ný svarar Björgvin því til að þessir atburðir séu að baki og áríðandi verkefni taki við í þinginu. „Ég lýsti því yfir þegar ég fór út af þingi 14. apríl að ég vildi gefa þingmannanefndinni fullt svigrúm til þess að sinna þessu þunga verki og hef í engu truflað störf hennar. Meðal annars með því að tjá mig ekki opinberlega um þessi mál í að verða hálft ár. Nú hefur nefndin klárað sitt verkefni og Alþingi afgreitt tillöguna. Niðurstaðan er fengin. Hún er sú að tillaga um að ákæra mig fyrir landsdóm var felld og þessum kafla er því lokið. Því tek ég sæti mitt á Alþingi á ný í samræmi við yfirlýsingu mína frá því í vor og lyktir mála.“ Hvað sem heildarniðurstöðunni líður sitja á þingi 27 menn - þar af þrír í þingflokki Samfylkingarinnar - sem vildu Björgvin fyrir landsdóm. Hann telur þá staðreynd ekki hafa áhrif á störf hans. „Ég ber ekki kala til nokkurs manns í eftirmála þessara atburða og ber fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra í þessu máli sem öðrum. Nú sný ég mér að þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna af kjósendum í Suðurkjördæmi þegar ég var kosinn 1. þingmaður þess, mörgum mánuðum eftir fall fjármálakerfisins.“ Björgvin segir að nú skipti mestu að skapa andrúmsloft sátta og uppbyggingar og halda áfram. Koma þurfi atvinnulífinu af stað og öllum öðrum brýnum verkum sem blasa við. „Við verðum að vinna út frá þeirri stöðu sem uppi er og í það mun ég einhenda mér af fullum krafti.“ bjorn@frettabladid.is Fréttir Landsdómur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Mér þykir niðurstaðan dapurleg,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, um niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis um landsdómsmálið. Þingið samþykkti að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögu um kærur á hendur Björgvini, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Björgvin kveðst einlæglega ánægður fyrir hönd Árna og Ingibjargar en fyrst og fremst leiður yfir því hvernig þetta fór, „enda ítrekað komið fram að óljóst er hvaða aðgerðir hefðu breytt stöðu mála verulega mánuðina fyrir hrun. Ég held að réttarhöld yfir Geir Haarde hafi ekkert með réttlæti að gera.“ Spurður hvort hann efist ekki um að rétt sé af honum að taka sæti á þingi á ný svarar Björgvin því til að þessir atburðir séu að baki og áríðandi verkefni taki við í þinginu. „Ég lýsti því yfir þegar ég fór út af þingi 14. apríl að ég vildi gefa þingmannanefndinni fullt svigrúm til þess að sinna þessu þunga verki og hef í engu truflað störf hennar. Meðal annars með því að tjá mig ekki opinberlega um þessi mál í að verða hálft ár. Nú hefur nefndin klárað sitt verkefni og Alþingi afgreitt tillöguna. Niðurstaðan er fengin. Hún er sú að tillaga um að ákæra mig fyrir landsdóm var felld og þessum kafla er því lokið. Því tek ég sæti mitt á Alþingi á ný í samræmi við yfirlýsingu mína frá því í vor og lyktir mála.“ Hvað sem heildarniðurstöðunni líður sitja á þingi 27 menn - þar af þrír í þingflokki Samfylkingarinnar - sem vildu Björgvin fyrir landsdóm. Hann telur þá staðreynd ekki hafa áhrif á störf hans. „Ég ber ekki kala til nokkurs manns í eftirmála þessara atburða og ber fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra í þessu máli sem öðrum. Nú sný ég mér að þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna af kjósendum í Suðurkjördæmi þegar ég var kosinn 1. þingmaður þess, mörgum mánuðum eftir fall fjármálakerfisins.“ Björgvin segir að nú skipti mestu að skapa andrúmsloft sátta og uppbyggingar og halda áfram. Koma þurfi atvinnulífinu af stað og öllum öðrum brýnum verkum sem blasa við. „Við verðum að vinna út frá þeirri stöðu sem uppi er og í það mun ég einhenda mér af fullum krafti.“ bjorn@frettabladid.is
Fréttir Landsdómur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira