Gæti átt afnotarétt að auðlindinni í mörg hundruð ár Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2010 18:30 Ekkert í gildandi lögum kemur í veg fyrir að afnotaréttur að orkuauðlindum verði framlengdur oftar en einu sinni. Það er því ekkert í lögunum sem bannar Magma Energy að hafa afnotarétt að orkuauðlindum á Reykjanesi í gegnum eignarhald sitt á HS Orku í til dæmis 500 ár. Lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu var breytt árið 2008 þannig að veita mátti tímabundinn afnotarétt að auðlindum í jörðu í allt að 65 ár í senn, en handhafi afnotaréttar á síðan rétt á viðræðum um framlengingu réttarins. Ítrekað hefur komið fram hjá þingmönnum og öðrum að HS Orka geti ekki átt nýtingarrétt að auðlindum í jörðu lengur en í 130 ár. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, segir þetta sé hreinlega rangt, en hann hefur sérhæft sig í löggjöf á þessu sviði. Ekkert í lögunum sem bannar framlengingu oftar en einu sinni Er eitthvað í gildandi lögum sem kemur í veg fyrir, eða beinlínis bannar að afnotarétturinn verði framlengdur oftar en einu sinni eða oftar en tvisvar? „Nei, það er ekkert sem beinlínis bannar það. Þvert á móti er það leyft að afnotarétturinn sé framlengdur. Það er aldrei hægt að gefa afnot lengur en í sextíu og fimm ár í senn en eins og lögin eru er síðan hægt að framlengja hann um sextíu og fimm ár og aftur um sextíu og fimm ár, út í hið óendanlega, ef að lögunum verður ekki breytt í framtíðinni," segir Ketill. Í frumvarpsdrögunum árið 2008 var gert ráð fyrir fjörutíu ára afnotarétti, þessi tími var síðan lengdur í meðförum iðnaðarnefndar Alþingis. Ketill segir að undirbúningsgögn laganna sýni að einhver orkufyrirtæki hafi þrýst á að þessi tími yrði lengdur. Hvaða fyrirtæki eru þetta? „Það kemur ekki fram í gögnunum en það blasir við að það hljóti að hafa verið HS Orka eða eigendur HS Orku sem hafi viljað fá þennan rétt því hin stóru orkufyrirtækin eru ekki í einkaeigu þannig að þetta ákvæði snertir þau ekki," segir Ketill. Ketill segir að sterkar vísbendingar séu um að það hafi einmitt verið HS Orka sem hafi þrýst á að þessi afnotaréttur yrði lengdur, en á þessum tíma var FL Group eini einkaaðilinn sem átti hlut í HS Orku í gegnum Geysi Green Energy. Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sæta nú endurskoðun og stendur vinna þess efnis yfir í iðnaðarráðuneytinu. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Ekkert í gildandi lögum kemur í veg fyrir að afnotaréttur að orkuauðlindum verði framlengdur oftar en einu sinni. Það er því ekkert í lögunum sem bannar Magma Energy að hafa afnotarétt að orkuauðlindum á Reykjanesi í gegnum eignarhald sitt á HS Orku í til dæmis 500 ár. Lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu var breytt árið 2008 þannig að veita mátti tímabundinn afnotarétt að auðlindum í jörðu í allt að 65 ár í senn, en handhafi afnotaréttar á síðan rétt á viðræðum um framlengingu réttarins. Ítrekað hefur komið fram hjá þingmönnum og öðrum að HS Orka geti ekki átt nýtingarrétt að auðlindum í jörðu lengur en í 130 ár. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, segir þetta sé hreinlega rangt, en hann hefur sérhæft sig í löggjöf á þessu sviði. Ekkert í lögunum sem bannar framlengingu oftar en einu sinni Er eitthvað í gildandi lögum sem kemur í veg fyrir, eða beinlínis bannar að afnotarétturinn verði framlengdur oftar en einu sinni eða oftar en tvisvar? „Nei, það er ekkert sem beinlínis bannar það. Þvert á móti er það leyft að afnotarétturinn sé framlengdur. Það er aldrei hægt að gefa afnot lengur en í sextíu og fimm ár í senn en eins og lögin eru er síðan hægt að framlengja hann um sextíu og fimm ár og aftur um sextíu og fimm ár, út í hið óendanlega, ef að lögunum verður ekki breytt í framtíðinni," segir Ketill. Í frumvarpsdrögunum árið 2008 var gert ráð fyrir fjörutíu ára afnotarétti, þessi tími var síðan lengdur í meðförum iðnaðarnefndar Alþingis. Ketill segir að undirbúningsgögn laganna sýni að einhver orkufyrirtæki hafi þrýst á að þessi tími yrði lengdur. Hvaða fyrirtæki eru þetta? „Það kemur ekki fram í gögnunum en það blasir við að það hljóti að hafa verið HS Orka eða eigendur HS Orku sem hafi viljað fá þennan rétt því hin stóru orkufyrirtækin eru ekki í einkaeigu þannig að þetta ákvæði snertir þau ekki," segir Ketill. Ketill segir að sterkar vísbendingar séu um að það hafi einmitt verið HS Orka sem hafi þrýst á að þessi afnotaréttur yrði lengdur, en á þessum tíma var FL Group eini einkaaðilinn sem átti hlut í HS Orku í gegnum Geysi Green Energy. Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sæta nú endurskoðun og stendur vinna þess efnis yfir í iðnaðarráðuneytinu.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira