Íslenski boltinn

U21 landsliðið: Hópur gegn Þýskalandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Skúli Jón er meðal leikmanna íslenska U21 landsliðsins.
Skúli Jón er meðal leikmanna íslenska U21 landsliðsins.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Þjóðverjum í undankeppni fyrir EM 2011.

Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 16:15.

Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir strákana okkar sem eru í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir 6 leiki en Þýskaland er sæti neðar með 8 stig eftir 5 leiki.

Eyjólfur getur ekki notað þá Guðmund Kristjánsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Smárason og Rúrik Gíslason í leiknum þar sem þeir spila fyrir A-landsliðið sama kvöld. Reyndar hefði Guðmundur ekki getað spilað hvort sem er þar sem hann er í leikbanni hjá U21.

Haraldur Björnsson - Þróttur

Arnar Darri Pétursson - SönderjyskE

Hólmar Örn Eyjólfsson - West Ham

Hjörtur Logi Valgarðsson - FH

Skúli Jón Friðgeirsson - KR

Andrés Már Jóhannesson - Fylkir

Jón Guðni Fjóluson - Fram

Kristinn Jónsson - Breiðablik

Birkir Bjarnason - Viking FK

Bjarni Þór Viðarsson - YR.KV.Mechelen

Eggert Gunnþór Jónsson - Hearts

Gylfi Þór Sigurðsson - FC Reading

Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar

Almarr Ormarsson - Fram

Guðlaugur Victor Pálsson - Liverpool FC

Kolbeinn Sigþórsson - AZ Alkmaar

Alfreð Finnbogason - Breiðablik

Kristinn Steindórsson - Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×