„Grafalvarlegur“ læknaskortur á Vesturlandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2010 18:45 Aðeins einn sótti um þegar sex stöður heimilislækna á Vesturlandi voru auglýstar lausar til umsóknar fyrr í sumar. Grafalvarlegt og enn ein birtingarmynd þess að læknum er að fækka á Íslandi, segir formaður Læknafélags Íslands. Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsti eftir sex heimilislæknum, tveimur í Stykkishólmi, einum á Hvammstanga, í Borgarnesi, Búðardal og Ólafsvík. Umsóknarfrestur rann út hinn 1. júlí síðastliðinn og aðeins ein umsókn barst, um stöðuna á Hvammstanga. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hefðu af þessu miklar áhyggjur. Fyrirséð væri að vandi myndi skapast í heilbrigðisþjónustu í þessum landshluta af ekki fyndist á þessu lausn, en stöðurnar hafa nú verið auglýstar að nýju. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess að læknum á Íslandi fari fækkandi. Hún segir að stjórnvöld séu að senda ungum læknum röng skilaboð með kjaraskerðingu. „Þetta er náttúrulega sönnun þess sem við höfum haldið fram undanfarið eitt og hálft ár, að það verður erfiðara og erfiðara að manna læknastöður á Íslandi. Fólk sækir ekki um stöður í svona óvissu og þar sem kjör eru að skerðast. Þessir fréttir okkar hafa verið hunsaðar, en þarna sést þetta svart á hvítu. Það eru tuttugu læknar í Læknafélagi Vesturlands, ef það vantar einn þriðja í stöður þá er það grafalvarleg staða," segir Birna. Aðspurð hvort flytja þurfi inn útlendinga til að manna þessar stöður ef fram heldur sem horfir segir Birna að það muni ekki ganga vel ef það verði niðurstaðan. Mestu skipti þó að læknarnir séu vel menntaðir og standist þær kröfur sem gerðar séu til heilbrigðisstarfsmanna. „Það er verið að skerða kjörin. Svo verður fólk að velja, vill það búa hérna eða ekki. Í raun og veru finnst mér miklu merkilegra að nítíu prósent af íslenskum læknum skuli vera hérna ennþá, en fækkunin á læknum undanfarin tvö ár er í kringum tíu prósent," segir Birna. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Aðeins einn sótti um þegar sex stöður heimilislækna á Vesturlandi voru auglýstar lausar til umsóknar fyrr í sumar. Grafalvarlegt og enn ein birtingarmynd þess að læknum er að fækka á Íslandi, segir formaður Læknafélags Íslands. Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsti eftir sex heimilislæknum, tveimur í Stykkishólmi, einum á Hvammstanga, í Borgarnesi, Búðardal og Ólafsvík. Umsóknarfrestur rann út hinn 1. júlí síðastliðinn og aðeins ein umsókn barst, um stöðuna á Hvammstanga. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hefðu af þessu miklar áhyggjur. Fyrirséð væri að vandi myndi skapast í heilbrigðisþjónustu í þessum landshluta af ekki fyndist á þessu lausn, en stöðurnar hafa nú verið auglýstar að nýju. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess að læknum á Íslandi fari fækkandi. Hún segir að stjórnvöld séu að senda ungum læknum röng skilaboð með kjaraskerðingu. „Þetta er náttúrulega sönnun þess sem við höfum haldið fram undanfarið eitt og hálft ár, að það verður erfiðara og erfiðara að manna læknastöður á Íslandi. Fólk sækir ekki um stöður í svona óvissu og þar sem kjör eru að skerðast. Þessir fréttir okkar hafa verið hunsaðar, en þarna sést þetta svart á hvítu. Það eru tuttugu læknar í Læknafélagi Vesturlands, ef það vantar einn þriðja í stöður þá er það grafalvarleg staða," segir Birna. Aðspurð hvort flytja þurfi inn útlendinga til að manna þessar stöður ef fram heldur sem horfir segir Birna að það muni ekki ganga vel ef það verði niðurstaðan. Mestu skipti þó að læknarnir séu vel menntaðir og standist þær kröfur sem gerðar séu til heilbrigðisstarfsmanna. „Það er verið að skerða kjörin. Svo verður fólk að velja, vill það búa hérna eða ekki. Í raun og veru finnst mér miklu merkilegra að nítíu prósent af íslenskum læknum skuli vera hérna ennþá, en fækkunin á læknum undanfarin tvö ár er í kringum tíu prósent," segir Birna.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira