„Grafalvarlegur“ læknaskortur á Vesturlandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2010 18:45 Aðeins einn sótti um þegar sex stöður heimilislækna á Vesturlandi voru auglýstar lausar til umsóknar fyrr í sumar. Grafalvarlegt og enn ein birtingarmynd þess að læknum er að fækka á Íslandi, segir formaður Læknafélags Íslands. Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsti eftir sex heimilislæknum, tveimur í Stykkishólmi, einum á Hvammstanga, í Borgarnesi, Búðardal og Ólafsvík. Umsóknarfrestur rann út hinn 1. júlí síðastliðinn og aðeins ein umsókn barst, um stöðuna á Hvammstanga. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hefðu af þessu miklar áhyggjur. Fyrirséð væri að vandi myndi skapast í heilbrigðisþjónustu í þessum landshluta af ekki fyndist á þessu lausn, en stöðurnar hafa nú verið auglýstar að nýju. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess að læknum á Íslandi fari fækkandi. Hún segir að stjórnvöld séu að senda ungum læknum röng skilaboð með kjaraskerðingu. „Þetta er náttúrulega sönnun þess sem við höfum haldið fram undanfarið eitt og hálft ár, að það verður erfiðara og erfiðara að manna læknastöður á Íslandi. Fólk sækir ekki um stöður í svona óvissu og þar sem kjör eru að skerðast. Þessir fréttir okkar hafa verið hunsaðar, en þarna sést þetta svart á hvítu. Það eru tuttugu læknar í Læknafélagi Vesturlands, ef það vantar einn þriðja í stöður þá er það grafalvarleg staða," segir Birna. Aðspurð hvort flytja þurfi inn útlendinga til að manna þessar stöður ef fram heldur sem horfir segir Birna að það muni ekki ganga vel ef það verði niðurstaðan. Mestu skipti þó að læknarnir séu vel menntaðir og standist þær kröfur sem gerðar séu til heilbrigðisstarfsmanna. „Það er verið að skerða kjörin. Svo verður fólk að velja, vill það búa hérna eða ekki. Í raun og veru finnst mér miklu merkilegra að nítíu prósent af íslenskum læknum skuli vera hérna ennþá, en fækkunin á læknum undanfarin tvö ár er í kringum tíu prósent," segir Birna. Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Aðeins einn sótti um þegar sex stöður heimilislækna á Vesturlandi voru auglýstar lausar til umsóknar fyrr í sumar. Grafalvarlegt og enn ein birtingarmynd þess að læknum er að fækka á Íslandi, segir formaður Læknafélags Íslands. Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsti eftir sex heimilislæknum, tveimur í Stykkishólmi, einum á Hvammstanga, í Borgarnesi, Búðardal og Ólafsvík. Umsóknarfrestur rann út hinn 1. júlí síðastliðinn og aðeins ein umsókn barst, um stöðuna á Hvammstanga. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hefðu af þessu miklar áhyggjur. Fyrirséð væri að vandi myndi skapast í heilbrigðisþjónustu í þessum landshluta af ekki fyndist á þessu lausn, en stöðurnar hafa nú verið auglýstar að nýju. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess að læknum á Íslandi fari fækkandi. Hún segir að stjórnvöld séu að senda ungum læknum röng skilaboð með kjaraskerðingu. „Þetta er náttúrulega sönnun þess sem við höfum haldið fram undanfarið eitt og hálft ár, að það verður erfiðara og erfiðara að manna læknastöður á Íslandi. Fólk sækir ekki um stöður í svona óvissu og þar sem kjör eru að skerðast. Þessir fréttir okkar hafa verið hunsaðar, en þarna sést þetta svart á hvítu. Það eru tuttugu læknar í Læknafélagi Vesturlands, ef það vantar einn þriðja í stöður þá er það grafalvarleg staða," segir Birna. Aðspurð hvort flytja þurfi inn útlendinga til að manna þessar stöður ef fram heldur sem horfir segir Birna að það muni ekki ganga vel ef það verði niðurstaðan. Mestu skipti þó að læknarnir séu vel menntaðir og standist þær kröfur sem gerðar séu til heilbrigðisstarfsmanna. „Það er verið að skerða kjörin. Svo verður fólk að velja, vill það búa hérna eða ekki. Í raun og veru finnst mér miklu merkilegra að nítíu prósent af íslenskum læknum skuli vera hérna ennþá, en fækkunin á læknum undanfarin tvö ár er í kringum tíu prósent," segir Birna.
Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira