Innlent

Búið að ráða nýjan bæjarstjóra á Ísafirði

Daníel Jakobsson er nýr bæjarstjóri á Ísafirði
Daníel Jakobsson er nýr bæjarstjóri á Ísafirði Mynd/Sigurður Gunnarsson
Daníel Jakobsson, útibússtjóri Landsbanka Íslands að Laugarvegi 77 í Reykjavík, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Reiknað er með að Daníel komi til starfa í lok næsta mánaðar. Tuttugu og sjö einstaklingar sóttu um starf bæjarstjóra á Ísafirði. Umsóknirnar voru teknar til úrvinnslu hjá Capacent sem síðan lagði niðurstöðurnar fyrir bæjarstjórn.

Þetta kemur fram á vefnum bb.is. Þar segir að Daníel sér sonur hjónanna Auðar Daníelsdóttur og sr. Jakobs Hjálmarssonar, fyrrum sóknarprests á Ísafirði og síðar Dómkirkjuprests.

Hann er fæddur árið 1973 og er kvæntur Hólmfríði Völu Svavarsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Daníel var einn fremsti skíðagöngumaður landsins og keppti þá fyrir Ísafjörð. Hann var einnig um tíma í landsliði Íslands í skíðagöngu. Daníel var valinn íþróttamaður Ísafjarðar árið 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×