Innlent

Sérstakur saksóknari í máli Geirs kjörinn á miðvikudag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að Alþingi kjósi sérstakan saksóknara á miðvikudaginn. Mynd/ Anton.
Gert er ráð fyrir að Alþingi kjósi sérstakan saksóknara á miðvikudaginn. Mynd/ Anton.
Gert er ráð fyrir að sérstakur saksóknari Alþingis vegna ákæru á hendur Geir Haarde verði skipaður á þingfundi á miðvikudag, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún á von á því að farið verði með kosninguna með svipuðum hætti og þegar að Umboðsmaður Alþingis er kosinn.

Eftir því sem Vísir kemst næst eru engin lög eða skriflegar reglur um það hvernig Umboðsmaður Alþingis er kjörinn. Byggt er á hefð sem er þannig að forsætisnefnd gerir tillögu um fulltrúa og svo er greitt atkvæði um hann.

Ekkert hefur verið látið uppi um hver gæti mögulega orðið fyrir valinu en þau nöfn sem hafa helst verið nefnd eru Sigríður J. Friðjónsdóttir aðstoðarríkissaksóknari og Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Þær veittu Atlanefndinni svokölluðu sérfræðiaðstoð á meðan að hún starfaði. Auk þeirra hefur Róbert Spanó deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands verið nefndur. Hann var settur Umboðsmaður Alþingis á meðan að Tryggvi Gunnarsson gegndi störfum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×