Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2010 12:00 Í gærkvöldi var um að ræða þríhyrnt svæði á myndinni. Þetta svæði stækkaði vegna gossprengingarinnar í morgun. Mynd/Flugstoðir Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira