Lítt reyndir nemar tóku upp myndband 23. nóvember 2010 08:00 Garðar Örn Arnarson, Egill Antonsson og Erlingur Jack Guðmundsson, tóku upp myndband fyrir Klassart, þrátt fyrir litla reynslu. Mynd/Hilmar bragi „Þetta gekk ótrúlega vel og tók enga stund," segir Garðar Örn Arnarson, 22 ára nemi við Kvikmyndaskóla Íslands. Garðar og félagi hans, Erlingur Jack Guðmundsson, fengu það verðuga verkefni að taka upp tónlistarmyndband við lagið „Þangað til það tekst", sem hljómsveitin Klassart sendi nýlega frá sér. Garðar og Erlingur eru á annarri önn sinni í Kvikmyndaskólanum og því verður það að teljast vel gert hjá strákunum að hafa tekið upp heilt tónlistarmyndband, þrátt fyrir litla reynslu. „Ég var með hljómsveitinni á Akureyri og þau spurðu hvort ég gæti tekið upp myndband fyrir sig," segir Garðar. „Við byrjuðum að taka upp á laugardagsmorgni klukkan sex og vorum búnir rétt eftir hádegi," segir Garðar, en tökurnar fóru fram á Paddy's í Keflavík. „Við þurftum að redda öllu, nema náttúrlega hljómsveitinni." Erlingur skrifaði handritið að myndbandinu og Garðar sá um framleiðslu, en báðir sáu þeir um leikstjórn. Myndbandið verður frumsýnt í byrjun desember en lagið er þegar farið í spilun og situr í sjötta sæti á vinsældalista Rásar tvö. „Lagið fjallar um ást, sem var smá áskorun fyrir okkur strákana. En þetta gekk upp og kemur ótrúlega vel út," segir Garðar, en þeir notuðu meðal annars 400 sprittkerti við gerðina á myndbandinu. Garðar segir kennarana í Kvikmyndaskólanum vita af myndbandinu en að það komi náminu ekkert við. „Við verðum að sanna okkur upp á nýtt í skólanum, en það er fínt að fá reynsluna," segir Garðar. Hljómsveitin Klassart ætti ekki að vera öllum ókunn, en lagið „Gamli grafreiturinn" fékk mikla spilun á útvarpsrásum landsins í haust. - ka Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Þetta gekk ótrúlega vel og tók enga stund," segir Garðar Örn Arnarson, 22 ára nemi við Kvikmyndaskóla Íslands. Garðar og félagi hans, Erlingur Jack Guðmundsson, fengu það verðuga verkefni að taka upp tónlistarmyndband við lagið „Þangað til það tekst", sem hljómsveitin Klassart sendi nýlega frá sér. Garðar og Erlingur eru á annarri önn sinni í Kvikmyndaskólanum og því verður það að teljast vel gert hjá strákunum að hafa tekið upp heilt tónlistarmyndband, þrátt fyrir litla reynslu. „Ég var með hljómsveitinni á Akureyri og þau spurðu hvort ég gæti tekið upp myndband fyrir sig," segir Garðar. „Við byrjuðum að taka upp á laugardagsmorgni klukkan sex og vorum búnir rétt eftir hádegi," segir Garðar, en tökurnar fóru fram á Paddy's í Keflavík. „Við þurftum að redda öllu, nema náttúrlega hljómsveitinni." Erlingur skrifaði handritið að myndbandinu og Garðar sá um framleiðslu, en báðir sáu þeir um leikstjórn. Myndbandið verður frumsýnt í byrjun desember en lagið er þegar farið í spilun og situr í sjötta sæti á vinsældalista Rásar tvö. „Lagið fjallar um ást, sem var smá áskorun fyrir okkur strákana. En þetta gekk upp og kemur ótrúlega vel út," segir Garðar, en þeir notuðu meðal annars 400 sprittkerti við gerðina á myndbandinu. Garðar segir kennarana í Kvikmyndaskólanum vita af myndbandinu en að það komi náminu ekkert við. „Við verðum að sanna okkur upp á nýtt í skólanum, en það er fínt að fá reynsluna," segir Garðar. Hljómsveitin Klassart ætti ekki að vera öllum ókunn, en lagið „Gamli grafreiturinn" fékk mikla spilun á útvarpsrásum landsins í haust. - ka
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira