Þýsk mynd um landkönnuði tekin upp á Langjökli 23. nóvember 2010 09:00 Fjörutíu manna tökulið frá Þýskalandi og Íslandi tók upp sjónvarpsmynd á Langjökli. Myndin fjallar um kapphlaup tveggja landkönnuða á suðurpólinn árið 1911 og verður frumsýnd á ZDF á næsta ári. Leikstjórinn Oliver Halmburger er klæddur í appelsínugula úlpu. „Þetta hljóta að vera einhverjar lengstu kvikmyndatökur sem hafa farið fram uppi á jökli hér á Íslandi,“ segir Kristinn Þórðarson hjá Saga Film. Um helgina lauk fjórtán daga tökumaraþoni fjörutíu manna tökuliðs frá Þýskalandi og Íslandi uppi á Langjökli. Jökullinn leikur stórt hlutverk í nýrri þýskri sjónvarpsmynd sem fjallar um frægt kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Scott á Suðurskautslandinu árið 1911 en hún verður frumsýnd í mars á næsta ári á þýsku stöðinni ZDF. Að sögn Kristins nutu þeir aðstoðar frá Flugbjörgunarsveitinni sem sá um að gæta fyllsta öryggis á tökustað en þar að auki komu nokkrir íslenskir leikarar við sögu, meðal annars Davíð Guðbrandsson og Ívar Örn Sverrisson. Á tímabili voru um þrjátíu sleðahundar uppi á jökli og fjórir hestar, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafði tökuliðið greiðan aðgang að Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem kom þýskum kvikmyndagerðarmönnum stöðugt í opna skjöldu með ótrúlegri nákvæmni í veðurspám. „Hann var alveg ótrúlegur og í 95 prósent tilvika var þetta rétt hjá honum. Hann sá meðal annars fyrir hvenær stormur upp á 25 metra á sekúndu myndi ganga niður, upp á mínútu.“ Eins og gefur að skilja geta veður verið ansi válynd uppi á jökli og breyst skyndilega. „Við fengum alls kyns veður, stundum var blankalogn og heiðskírt en og svo brast á með 25 stiga gaddi. Til allrar hamingju fyrir okkur og þýska tökuliðið voru það einmitt þannig aðstæður sem þeir vildu í myndina.“ Tökuliðið hélt af landi brott í gærmorgun og Kristinn segir Þjóðverjana hafa verið gríðarlega ánægða með hvernig til tókst. „Þeir vildu ólmir koma aftur og gera eitthvað meira seinna,“ segir Kristinn. Hann kann ekki skýringu á því hvers vegna Langjökull sé svona vinsæll hjá kvikmyndagerðarfólki sem vill ná fram suðurskautsáhrifum en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu var tekin upp auglýsing á jöklinum með austurrísku skíðakempunni Hermann Maier. „Valið stóð á milli Langjökuls og Vatnajökuls en aðgengið upp á Langjökul er einfaldlega miklu betra, hann er styttra frá höfuðborginni og þess vegna varð hann fyrir valinu.“freyrgigja@frettabladid.is Saga Film tekur upp sjónvarpsmynd Langjökull leikstjórinn Oliver Halmburger í appelsínugulu ekki í safn Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
„Þetta hljóta að vera einhverjar lengstu kvikmyndatökur sem hafa farið fram uppi á jökli hér á Íslandi,“ segir Kristinn Þórðarson hjá Saga Film. Um helgina lauk fjórtán daga tökumaraþoni fjörutíu manna tökuliðs frá Þýskalandi og Íslandi uppi á Langjökli. Jökullinn leikur stórt hlutverk í nýrri þýskri sjónvarpsmynd sem fjallar um frægt kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Scott á Suðurskautslandinu árið 1911 en hún verður frumsýnd í mars á næsta ári á þýsku stöðinni ZDF. Að sögn Kristins nutu þeir aðstoðar frá Flugbjörgunarsveitinni sem sá um að gæta fyllsta öryggis á tökustað en þar að auki komu nokkrir íslenskir leikarar við sögu, meðal annars Davíð Guðbrandsson og Ívar Örn Sverrisson. Á tímabili voru um þrjátíu sleðahundar uppi á jökli og fjórir hestar, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafði tökuliðið greiðan aðgang að Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem kom þýskum kvikmyndagerðarmönnum stöðugt í opna skjöldu með ótrúlegri nákvæmni í veðurspám. „Hann var alveg ótrúlegur og í 95 prósent tilvika var þetta rétt hjá honum. Hann sá meðal annars fyrir hvenær stormur upp á 25 metra á sekúndu myndi ganga niður, upp á mínútu.“ Eins og gefur að skilja geta veður verið ansi válynd uppi á jökli og breyst skyndilega. „Við fengum alls kyns veður, stundum var blankalogn og heiðskírt en og svo brast á með 25 stiga gaddi. Til allrar hamingju fyrir okkur og þýska tökuliðið voru það einmitt þannig aðstæður sem þeir vildu í myndina.“ Tökuliðið hélt af landi brott í gærmorgun og Kristinn segir Þjóðverjana hafa verið gríðarlega ánægða með hvernig til tókst. „Þeir vildu ólmir koma aftur og gera eitthvað meira seinna,“ segir Kristinn. Hann kann ekki skýringu á því hvers vegna Langjökull sé svona vinsæll hjá kvikmyndagerðarfólki sem vill ná fram suðurskautsáhrifum en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu var tekin upp auglýsing á jöklinum með austurrísku skíðakempunni Hermann Maier. „Valið stóð á milli Langjökuls og Vatnajökuls en aðgengið upp á Langjökul er einfaldlega miklu betra, hann er styttra frá höfuðborginni og þess vegna varð hann fyrir valinu.“freyrgigja@frettabladid.is Saga Film tekur upp sjónvarpsmynd Langjökull leikstjórinn Oliver Halmburger í appelsínugulu ekki í safn
Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira