Feiknarleg átök elds og íss í Gígjökli 3. maí 2010 18:58 Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn.Það var aðeins í skamma stund í hádeginu sem birti til yfir Eyjafjallajökli og sást til öskubólstra en gosstöðvarnar hafa annars verið huldar skýjum í dag. Mökkin lagði til suðausturs yfir Vík og bárust fregnir af öskufalli alla leið austur úr Álftaveri. Mesta spennan hefur verið við Gígjökul í norðuhlíðum eldfjallsins en þangað stefnir hraunið frá gígnum, og ekkert smáræði sem upp kemur, eða um 50 tonn á sekúndu.Hraunið er þegar komið þrjá kílómetra frá gígnum og er nú í efstu drögum skriðjökulsins. Það er nú í um 500 metra hæð en snarbratt er niður jökulinn þannig að það gæti tekið skamman tíma fyrir það að falla alla leið niður á láglendið.Þarna krystallast átök elds og íss. Glóandi hrauneðjan bræðir sér leið undir ísinn og sjóðheitt bræðsluvatnið steypist niður í flóðbylgjum um hrikaleg ísgljúfur og göng, eða á yfirborði í mögnuðum aurfossum og kolmórauðum. Í nótt og í morgun var flóðvatnið þarna orðið svo heitt að vatnshiti við gömlu Markarfljótsbrúna 15 kílómetrum neðar rauk upp í 17 gráður. Eftir hádegi féll vatnshitinn svo aftur niður undir frostmark en þá var bræðsluvatnið blandað íshröngli.Þarna eru mikil átök náttúrunnar í gangi, stóreflis jakar velta niður og lengst niður á Markarfljótsaurum mátti sjá jakabjörg eftir nóttina. Þarna hafa orðið miklar breytingar á síðustu tveimur sólarhringum, eins og Þorsteinn Jónsson á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands lýsti í viðtali við Stöð 2.En þótt sjónarspil náttúrunnar sé magnað leynast þarna hættur eins og vísindamennirnir reyndu þegar þeir tóku sýni af flóðvatninu við Gígjökul, en urðu þá fyrir eituráhrifum af brennisteinsgufum. Þannig var næstum liðið yfir Eydísi Salome Eiríksdóttur jarðfræðing en hún lýsti reynslu sinni í fréttum Stöðvar 2. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn.Það var aðeins í skamma stund í hádeginu sem birti til yfir Eyjafjallajökli og sást til öskubólstra en gosstöðvarnar hafa annars verið huldar skýjum í dag. Mökkin lagði til suðausturs yfir Vík og bárust fregnir af öskufalli alla leið austur úr Álftaveri. Mesta spennan hefur verið við Gígjökul í norðuhlíðum eldfjallsins en þangað stefnir hraunið frá gígnum, og ekkert smáræði sem upp kemur, eða um 50 tonn á sekúndu.Hraunið er þegar komið þrjá kílómetra frá gígnum og er nú í efstu drögum skriðjökulsins. Það er nú í um 500 metra hæð en snarbratt er niður jökulinn þannig að það gæti tekið skamman tíma fyrir það að falla alla leið niður á láglendið.Þarna krystallast átök elds og íss. Glóandi hrauneðjan bræðir sér leið undir ísinn og sjóðheitt bræðsluvatnið steypist niður í flóðbylgjum um hrikaleg ísgljúfur og göng, eða á yfirborði í mögnuðum aurfossum og kolmórauðum. Í nótt og í morgun var flóðvatnið þarna orðið svo heitt að vatnshiti við gömlu Markarfljótsbrúna 15 kílómetrum neðar rauk upp í 17 gráður. Eftir hádegi féll vatnshitinn svo aftur niður undir frostmark en þá var bræðsluvatnið blandað íshröngli.Þarna eru mikil átök náttúrunnar í gangi, stóreflis jakar velta niður og lengst niður á Markarfljótsaurum mátti sjá jakabjörg eftir nóttina. Þarna hafa orðið miklar breytingar á síðustu tveimur sólarhringum, eins og Þorsteinn Jónsson á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands lýsti í viðtali við Stöð 2.En þótt sjónarspil náttúrunnar sé magnað leynast þarna hættur eins og vísindamennirnir reyndu þegar þeir tóku sýni af flóðvatninu við Gígjökul, en urðu þá fyrir eituráhrifum af brennisteinsgufum. Þannig var næstum liðið yfir Eydísi Salome Eiríksdóttur jarðfræðing en hún lýsti reynslu sinni í fréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira