Lífið

Ný Strokes-plata á lokasprettinum

Eftir fjögurra ára bið er ný plata frá The Strokes í sjónmáli. 
Mynd/AFP
Eftir fjögurra ára bið er ný plata frá The Strokes í sjónmáli. Mynd/AFP

New York-sveitin The Strokes hefur lokið upptökum á nýjustu plötu sinni sem ætti að koma út á næstu mánuðum.

Söngvarinn Julian Casablancas upplýsti nýlega að hljóðblöndun væri hafin, en upptökum lauk síðasta mánudag. „Platan kemur ekki út fyrr en eftir nokkra mánuði,“ sagði Casablancas. „En við erum loksins búnir að taka hana upp.“

Hljómsveitin hóf vinnu að plötunni í New York í febrúar ásamt upptökustjóranum Joe Chiccarelli. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við Beck og Björk og kaupsýslumönnunum í U2. Í mars lýsti Casablancas yfir að hann hefði tekið sönginn upp einn og reynt að skipta sér sem minnst af því sem restin af hljómsveitinni gerði í hljóðverinu.

Platan verður sú fjórða sem The Strokes sendir frá sér og sú fyrsta síðan First Impressions of Earth kom út árið 2006. - afb

Heimasíða The Strokes hefur að geyma fleiri upplýsingar, myndir og myndbönd sveitarinnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.