Lífið

Funheit Beyonce bönnuð í Bretlandi

Bretar hringdu inn og kvörtuðu yfir auglýsingu Beyoncé fyrir Heat.
Bretar hringdu inn og kvörtuðu yfir auglýsingu Beyoncé fyrir Heat.

Kynæsandi auglýsing fyrir nýtt ilmvatn söngkonunnar Beyoncé, Heat, hefur verið bönnuð í bresku sjónvarpi fyrir klukkan 19.30.

Samtök sem hafa eftirlit með auglýsingum ákváðu að banna hana eftir að fjöldi fólks hafði kvartað yfir sýningu hennar um miðjan daginn.

„Hreyfingar Beyoncé og það hvernig myndavélinni var beint að því þegar kjólinn hennar færðist til þannig að brjóst hennar sáust að hluta til var svo kynferðislega ögrandi að það þótti ekki hæfa ungum börnum," sagði í yfirlýsingu samtakanna.

Auglýsinguna fyrir Heat má sjá hér á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.