Lífið

The Killers gefa út nýtt jólalag

Rokkararnir í The Killers gefa út jólasmáskífu fimmta árið í röð 30. nóvember.
Rokkararnir í The Killers gefa út jólasmáskífu fimmta árið í röð 30. nóvember.

Las Vegas rokkararnir í The Killers ætla að gefa út jólasmáskífu í heimalandi sínu eins og undanfarin ár. Lagið nefnist Boots og kemur út 30. nóvember. Sveitin byrjaði að gefa út jólasmáskífur árið 2006 og hefur haldið í hefðina allar götur síðan.

Hingað til hefur allur ágóðinn af smáskífunum runnið til alnæmisdagsins, sem verður haldinn 1. desember í ár. The Killers eru í fríi frá tónleikahaldi um þessar mundir en stutt er síðan söngvarinn Brandon Flowers gaf út sólóplötuna Flamingo.

Hér má heyra síðasta jólalag The Killers, Happy Birthday Guadalupe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.