Las Vegas rokkararnir í The Killers ætla að gefa út jólasmáskífu í heimalandi sínu eins og undanfarin ár. Lagið nefnist Boots og kemur út 30. nóvember. Sveitin byrjaði að gefa út jólasmáskífur árið 2006 og hefur haldið í hefðina allar götur síðan.
Hingað til hefur allur ágóðinn af smáskífunum runnið til alnæmisdagsins, sem verður haldinn 1. desember í ár. The Killers eru í fríi frá tónleikahaldi um þessar mundir en stutt er síðan söngvarinn Brandon Flowers gaf út sólóplötuna Flamingo.
Hér má heyra síðasta jólalag The Killers, Happy Birthday Guadalupe.