Lífið

Ryan Reynolds er kynþokkafyllstur

People valdi kanadíska leikarann kynþokkafyllstan í heiminum.
People valdi kanadíska leikarann kynþokkafyllstan í heiminum.
Kanadíski leikarinn Ryan Reynolds hefur verið kjörinn kynþokkafyllsti maður heims af tímaritinu People. Reynolds, sem er 34 ára, er kvæntur leikkonunni Scarlett Johansson. „Hann er kanadískur og er stoltur af því. Hann getur búið til ommilettu og milljónir hafa dáðst að handleggsvöðum hans," sagði í umsögn People.

Reynolds gerði grín að öllu saman í viðtali við tímaritið. „Núna á fjölskyldan mín eftir að gera grín að mér það sem eftir er ævinnar," sagði hann og bætti við: „Það kynþokkafyllsta við Kanadamenn er að þeir búa yfir sérstökum hæfileika til að líta ekki stórt á sjálfa sig. Það hefur hjálpað mér vel í starfi mínu og einkalífi."

Aðrir sem komust á listann voru kappar á borð við Drake, Justin Timberlake, Jon Bon Jovi, Robert Downey Jr., Vin Diesel, Jake Gyllenhaal og Matthew Morrison.

Þetta er í 25. sinn sem People velur kynþokkafyllsta karlmanninn. Mel Gibson varð fyrstur til að hljóta nafnbótina. Í fótspor hans hafa fylgt folar á borð við John F. Kennedy Jr., Harrison Ford, Matt Damon og Richard Gere. Þeir George Clooney, Brad Pitt og Johnny Depp hafa unnið titilinn tvisvar hver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.