Enski boltinn

Heiðar gæti spilað með Mutu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adrian Mutu.
Adrian Mutu.

Heiðar Helguson og félagar í enska B-deildarliðinu QPR hafa átt afar góðu gengi að fagna í vetur en liðið tapaði ekki fyrstu nítján leikjum sínum í deildinni.

Forráðamenn félagsins eru enn að hugsa um að styrkja liðið og þeir eru nú á höttunum eftir Rúmenanum Adrian Mutu. Forráðamenn félagsins eru þegar farnir að ræða við umboðsmann leikmannsins.

Mutu hefur átt í miklum vandræðum utan vallar og var meðal annars rekinn frá Chelsea árið 2004 fyrir að neyta kókaíns.

Hann fékk svo leikbann á Ítalíu fyrir neyslu ólöglegra efna. Hann er nýbúinn að afplána sinn dóm þar og lið hans, Fiorentina, er til í að sleppa honum.

QPR virðist vera til í að taka þá áhættu að bjóða honum samning en liðið stefnir augljóslega hraðbyri í úrvalsdeildina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×