Innlent

Trillukarlar mega ekki veiða meir

Strandveiðar þeirra sem róa frá Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum voru stöðvaðar í dag þar sem mánaðarkvótinn er búinn. Trillukarlar, sem náðu bara tveimur túrum, segja þetta rugl.

Í Grindavík eru um fimmtán bátar með strandveiðileyfi. Þeir mega ekki veiða meira þennan mánuðinn.

Ekki má veiða á föstudögum, laugardögum og sunnudögum, svo var bræla, og svo var kvótinn bara búinn.

Kvóta strandveiðanna er skipt niður á fjögur hólf á landinu og kvótinn er búinn í tveimur þeirra, á sunnan og vestanverðu landinu, frá Hornafirði til Súðavíkur, en strandveiðibátar á norðan- og austanverðu landinu geta haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×