Lífið

Kynnir Nóbelinn

Leikkonan Anne Hathaway sóttist sjálf eftir því að fá að stjórna Nóbelstónleikunum við hlið Denzels Washington.Fréttablaðið/getty
Leikkonan Anne Hathaway sóttist sjálf eftir því að fá að stjórna Nóbelstónleikunum við hlið Denzels Washington.Fréttablaðið/getty

Leikkonan unga Anne Hathaway kemur fram í nýju hlutverki í lok mánaðarins en hún ætlar að vera kynnir á Nóbelstónleikunum sem haldnir eru í tengslum við afhendingu friðarverðlaunanna í Osló. Hathaway stendur við hlið leikarans Denzels Washington og mun það hafa verið leikkonan sjálf sem bað um að fá að gegna þessu hlutverki.

Frægt fólk hefur ávallt verið kynnar á tónleikum Friðarverðlauna Nóbels. Í fyrra voru það hjónin Will Smith og Jada Pinkett Smith sem tóku þetta að sér ásamt börnum sínum Willow og Jaden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.