Átta af hverjum tíu Íslendingum skráðir á Facebook Atli Fannar Bjarkason skrifar 30. desember 2010 13:00 Eins og sést á þessum tölum er notkun Íslendinga á samskiptavefnum Facebook orðin miklu meiri en nokkurn hefði grunað fyrir ári síðan. „Facebook er mikið framfaraspor og síðan er oft ekki metin að verðleikum í opinberri umræðu," segir Andrés Jónsson almannatengill. Um 265.420 Íslendingar eru skráðir á Facebook. Þetta kemur fram í umfjöllun Time um Mark Zuckerberg, stofnanda samskiptasíðunnar, sem er maður ársins hjá tímaritinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember eru Íslendingar 318.236. Það þýðir að 83 prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á Facebook, en hlutfallið er með því hæsta í heiminum. „Stóra breytingin er sú að við erum sjálfviljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur," segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er jákvætt vegna þess að nánd er alltaf góð." Notendafjöldi Facebook óx gríðarlega hratt á árinu sem er að líða. Í sumar fór fjöldi notenda á heimsvísu yfir 500 milljónir og í dag eru þeir rúmlega 580 milljónir. Íslenskir notendur voru um 150.000 í fyrra og það er því ljóst að algjör sprenging varð í fjölda íslenskra notenda á árinu. „Mér finnst þetta vera jákvæð þróun. En eins og með allar breytingar þá felur hún í sér einhverja aðlögun - tímabundna erfiðleika," segir Andrés. Þar vísar hann meðal annars í að á árinu bárust fréttir af því að Facebook sé í auknum mæli tiltekin sem ástæða hjónaskilnaða. Andrés segir vandamálið tímabundið og tekur sem dæmi að fyrstu bílarnir hafi verið hættulegri en þeir sem eru framleiddir í dag. „Ég held að Facebook muni á endanum leiða til fækkunar á hjónaskilnuðum," segir hann. „Fólk hefur betri upplýsingar í makaleitinni - líkurnar á því að hitta á hinn rétta eru meiri." Þá hafa kennarar kvartað undan því að með aukinni Facebook-notkun minnki athygli nemenda. „Facebook og sams konar félagsmiðlar hafa aukið truflun á athygli okkar," segir Andrés. „Ég held að það verði erfiðasta aðlögunin - að koma einhverju í verk með þessari sífeldu truflun."Mögnuð mynd sem Facebook sendi frá sér í byrjun desember. Hér hafa vinatengsl milli þjóða verið teiknuð inn á heimskoritið. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Facebook er mikið framfaraspor og síðan er oft ekki metin að verðleikum í opinberri umræðu," segir Andrés Jónsson almannatengill. Um 265.420 Íslendingar eru skráðir á Facebook. Þetta kemur fram í umfjöllun Time um Mark Zuckerberg, stofnanda samskiptasíðunnar, sem er maður ársins hjá tímaritinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember eru Íslendingar 318.236. Það þýðir að 83 prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á Facebook, en hlutfallið er með því hæsta í heiminum. „Stóra breytingin er sú að við erum sjálfviljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur," segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er jákvætt vegna þess að nánd er alltaf góð." Notendafjöldi Facebook óx gríðarlega hratt á árinu sem er að líða. Í sumar fór fjöldi notenda á heimsvísu yfir 500 milljónir og í dag eru þeir rúmlega 580 milljónir. Íslenskir notendur voru um 150.000 í fyrra og það er því ljóst að algjör sprenging varð í fjölda íslenskra notenda á árinu. „Mér finnst þetta vera jákvæð þróun. En eins og með allar breytingar þá felur hún í sér einhverja aðlögun - tímabundna erfiðleika," segir Andrés. Þar vísar hann meðal annars í að á árinu bárust fréttir af því að Facebook sé í auknum mæli tiltekin sem ástæða hjónaskilnaða. Andrés segir vandamálið tímabundið og tekur sem dæmi að fyrstu bílarnir hafi verið hættulegri en þeir sem eru framleiddir í dag. „Ég held að Facebook muni á endanum leiða til fækkunar á hjónaskilnuðum," segir hann. „Fólk hefur betri upplýsingar í makaleitinni - líkurnar á því að hitta á hinn rétta eru meiri." Þá hafa kennarar kvartað undan því að með aukinni Facebook-notkun minnki athygli nemenda. „Facebook og sams konar félagsmiðlar hafa aukið truflun á athygli okkar," segir Andrés. „Ég held að það verði erfiðasta aðlögunin - að koma einhverju í verk með þessari sífeldu truflun."Mögnuð mynd sem Facebook sendi frá sér í byrjun desember. Hér hafa vinatengsl milli þjóða verið teiknuð inn á heimskoritið.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira