Innlent

Ómar: Tek við styrk Landsvirkjunar með þakklæti

Ómar Ragnarsson kvikmyndagerðarmaður.
Ómar Ragnarsson kvikmyndagerðarmaður.
Ómar Ragnarsson kvikmyndagerðarmaður segist taka við tveggja milljón króna styrk frá Landsvirkjunar með sama þakklæti og frá öðrum enda sé fyrirtækið í eigu þjóðarinnar. Hann hefur áður hlotið styrk frá Landsvirkjun upp á átta milljónir króna.

„Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar þess vegna tek ég við styrknum með sama þakklæti og þeim peningum koma frá þjóðinni," segir hann í samtali við Visir.is.

Ómar segist hafa áður fengið styrk frá Landsvirkjun upp á átta milljónir króna, veturinn 2006-2007, þegar hann gerði heimildarmynd um myndun Hálslóns.

Ómar er orðinn spenntur að hitta Friðrik Weisshappel veitingamann á föstudaginn en þá verður honum afhent ávísun vegna fjársöfnunar fyrir Ómar. En þeir þekkjast ekki persónulega.

Friðrik stofnaði Facebook-síðu á föstudaginn þar sem hann hvetur fólk til að gefa Ómari eitt þúsund krónur í sjötugs afmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar náttúru. En um morguninn hafði Friðrik lesið viðtal við Ómar í DV þar sem hann segir frá fjárhagserfiðleikum sínum vegna gerðar heimildarmynda um náttúru Íslands og þær hættur sem að henni steðja. Skuldin nemur fimm milljónum króna.






Tengdar fréttir

Weisshappel safnar fyrir skuldugum Ómari Ragnarssyni

Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn, hefur stofnað Facebook-síðu þar sem hann hvetur fólk til að gefa Ómari Ragnarssyni eitt þúsund krónur í sjötugs afmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar náttúru.

Ómar týndi debetkortinu sínu

Ómar Ragnarsson kvikmyndagerðarmaður mun ekki upplýsa um árangur fjáröflunarinnar fyrr en á laugardaginn. Hann er í Veiðivötnum og verður þar út vikuna en hann hefur ekki aðgang að netbanka. Ómar hefur auk þess týnt debetkortinu sínu.

Ómar þekkir Weisshappel ekki neitt

„Þetta er eitt það óvæntasta sem hefur gerst fyrir mig,“ segir Ómar Ragnarsson í samtali við Vísi. Friðrik Weisshappel athafnamaður og kaffihúsarekandi, stofnaði Facebook síðu þar sem hann hvetur fólk að gefa Ómari þúsund krónur í afmælisgjöf. Ómar sagði í helgarviðtali við DV að hann væri stórskuldugur og skuldar fimm milljónir vegna kvikmyndagerðar.

Landsvirkjun veitir Ómari risastyrk

Landsvirkjun hefur ákveðið að gefa Ómari Ragnarssyni veglega afmælisgjöf - 2 milljónir króna í styrk. Athafnamaðurinn Friðrik Weishappel hóf söfnunina handa Ómari en fram kom í viðtali við Ómar í helgarblaði DV að hann væri nær gjaldþrota og hefði ekki efni til að klára einar níu heimildarmyndir sem hann hefði í framleiðslu um íslenska náttúru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×