Íslenski boltinn

Ingvar Kale: Mikilvægt að vera komnir aftur á toppinn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Ingvar Þór Kale.
Ingvar Þór Kale.
„Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en svo í seinni hálfleik þegar við skorum fyrsta markið fannst mér allur vindur fara úr Keflavík. Alferð skorar svo síðara markið og þá var þetta komið fannst mér," sagði Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Keflavík í kvöld en hann átti flottan leik á milli stanganna. „Gríðarlega mikilvægt að vera komnir aftur á toppinn og þar viljum við vera. Okkur líður vel á toppnum og ætlum okkur að vera þar allt til enda, það er engin spurning," sagði Ingvar. Hann segir að ef liðið heldur áfram að spila líkt og undanfarið þá endi Blikar sem meistarar. „Ef að við höldum áfram að spila líkt og við höfum gert undanfarið þá þarf enga áhyggjur að hafa. Mér finnst við vera með best spilandi liðið í deildinni og ef að ekkert á að koma á óvart þá eigum við að við taka þetta," sagði Ingvar brosandi í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×