Lífið

Þór í nýrri tónleikaröð

Tónleikaröðin Innileikar hefst miðvikudaginn 24. nóvember.
Tónleikaröðin Innileikar hefst miðvikudaginn 24. nóvember.

Tónlistarmaðurinn Þór Breiðfjörð Kristinsson, sem hefur verið búsettur í Kanada, er fluttur til Íslands eftir fjórtán ára fjarveru.

Þór byrjar með nýja tónleikaröð miðvikudaginn 24. nóvember á Café Rosenberg þar sem hann syngur þekkt lög sem söngvarar á borð við Bing Crosby, Nat King Cole, Hauk Morthens og Vilhjálm Vilhjálmsson sungu.

Tónleikaröðin nefnist Innileikar og er í afslöppuðum anda. Þór, eða Thor, eins og hann kallaði sig ytra, gaf fyrir tveimur árum út plötuna Running Naked. Smáskífulagið Sunny Day var eitt af hundrað lögum sem voru boðin ókeypis til niðurhals á heimasíðu Microsoft.

Heimasíða Þórs, thorkristinsson.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.