Innlent

Mikill sinueldur á Barðaströnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill sinueldur kom upp að Skálmarnesi á Barðaströnd nálægt jörðinni Ingunnarstöðum um sjöleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er sumarhúsabyggð á jörðinni og var um tíma talið að sumarhús gætu verið í hættu. Slökkviliðið í Reykhólasveit og á Patreksfirði vinna að því að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×